Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

50. fundur 31. ágúst 2005 kl. 16:00 - 17:06 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, miðvikudaginn 31. ágúst kl. kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð. Einnig: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs.

 

Dagskrá:

  1. Samningar um menningarmál.
  2. Félagsheimili, úthlutun styrkja.
  3. Félagsheimilið Bifröst, þýðingar kvikmynda.
  4. Félagsheimilið Miðgarður. Staða mála.
  5. Önnur mál.

Afgreiðslur

  1. Frestað.
  2. Fram kom tillaga að úthlutun rekstrarstyrkja til félagsheimila svo sem hér segir:
    Árgarður kr. 400.000,-. Bifröst kr. 100.000,-. Félagsheimili Rípurhrepps kr. 200.000,-. Höfðaborg kr. 500.000,-. Ketilás kr. 200.000,-. Ljósheimar kr. 200.000,-. Melsgil kr. 200.000,-. Miðgarður kr. 600.000,-. Skagasel kr. 200.000,-.  Að auki kr. 400.000,- vegna brunavarnakerfis í Ljósheimum.
    Tillagan samþykkt.
  3. Lagt fram bréf, dags. 30. ágúst sl., frá Sigurbirni Björnssyni fh. Króksbíós ehf. Í bréfinu kemur fram að sýningarbúnaður í Bifröst er úreltur, þar sem nú fást nýjar kvikmyndir einungis til sýninga á stafrænu formi. Sýningarvélin, sem til staðar er í Bifröst, er ekki stafræn og að auki þyrfti að bæta við búnaði til að texta kvikmyndirnar. Óskað er eftir fjárstuðningi til búnaðarkaupa en gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður nemi um kr. 1.500.000,-.
    Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs að leita leiða til að fjármögnunar í samráði við forsvarsmenn Króksbíós ehf.
  4. Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs gerði grein fyrir stöðu mála varðandi breytingar á Miðgarði í kjölfar samnings sem gerður var um Menningarhús í Skagafirði.
  5. Önnur mál. Engin.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl.17:06