Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

36. fundur 16. ágúst 2004 kl. 16:30 - 18:10 Í Ráðhúsi Skagafjarðar

Ár 2004, fimmtudaginn 16. ágúst, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsi Skagafjarðar kl. 16:30.
Mættir:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Gísli Sigurðsson.
Þá sátu fundinn: Gunnar M. Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs, Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi. Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla og Gunnhildur Harðardóttir, forstöðumaður Árvistar sátu fundinn undir lið 1 og Kristrún Ragnarsdóttir, leikskólastjóri Furukots undir lið 2..

Skólamál:

1.   Árvist, gjaldskrárbreyting

Leikskóli

2.   Starfsemi leikskóladeildar að Ægisstíg 7.

3.   Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

  1. a) Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir dvöl í      Árvist:

Vistunargjald:

Hádegisverður:       
  Hressing      
  Hámarksgjald pr mánuð:

150

160    

60

9.500

kr/klst

kr/skipti

kr/skipti

kr.

      Börn búsett utan Sauðárkróks hafa áfram forgang hér eftir sem hingað til, en       greiða 20% efnis- og þáttökugjald, kr. 2000.
    b)Aðsókn hefur aukist að Árvist og eru nú 17 börn á biðlista. Til að unnt sé að        taka við þeim þarf aukið fjármagn til starfsmannahalds.
      Einnig er talin þörf á að auka í starfsmannahald vegna þjónustu við börn með       sérstakar þarfir.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að sækja um 1.000 þús. króna      aukafjárveitingu til Byggðarráðs svo mæta megi aukinni þjónustuþörf það sem      eftir er af þessu ári.

  1. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að Byggðarráð veiti  fjármagn til að      hefja rekstur sérstakrar leikskóladeildar til bráðabirgða að Ægisstíg 7      sem heyri undir Furukot. Varðandi fjárþörf vísast í greinargerð sem lögð      var fyrir Byggðarráð 1.6.2004.
         Að lokinni umræðu héldu fundarmenn að Ægisstíg 7  og skoðuðu aðstöðuna.

Fundi slitið kl. 18.10