Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

16. fundur 19. febrúar 2003 kl. 16:00 - 17:30 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Einnig:  Rúnar Vífilsson skólamálastjóri og Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs.

Dagskrá:

  1. Þriggja ára áætlun.
  2. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1.  Lögð fram drög að þriggja ára áætlun fræðslumála, 2004-2006, og rætt um þau.

2.  Önnur mál.
a)   Lagt fram til kynningar tölvuskeyti sem barst 11. febrúar 2003, frá Birni G. Björnssyni, varðandi fyrirhugaða sýningu í Sæluviku á vegum samtaka um Leikminjasafn. Óskað var eftir því að tilnefndur yrði tengiliður vegna verkefnisins. Ákveðið að óska eftir því að Unnar Ingvarsson yrði tengiliður sveitarfélagsins Skagafjarðar og hafi samráð við Jón Ormar Ormsson og Sigríði Sigurðardóttur um framgang verkefnisins.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:30