Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

14. fundur 23. janúar 2003 kl. 16:00 - 18:35 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, fimmtudaginn 23. janúar, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.
Einnig:  Rúnar Vífilsson, Ómar Bragi Stefánsson og áheyrnarfulltrúar.

DAGSKRÁ:

Leikskólamál:

1.   Erindi frá leikskólastjórum.

2.   Bréf frá Félagi leikskólakennara, dags. 10. janúar 2003.
Önnur bréf og fundargerðir:

3.   Menntamálaráðuneytið, dags. 6. janúar 2003, varðandi úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.

4.   Félagsheimilið Miðgarður, fundargerð hússtjórnar,  5. fundur.

5.   Fjárhagsáætlun 2003.

6.   Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

Undir lið nr. 1-2 sátu fundinn:  Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Anna María Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla.

  1. Tekið fyrir erindi frá leikskólastjórum, varðandi gjaldtöku þegar börn eru sótt of seint.
    Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur leikskólastjórum að kynna fyrirhugaða gjaldtöku, kr. 1.000,-. og reglur fyrir foreldrum leikskólabarna.  Erindið sent Byggðaráði og hreppsnefnd Akrahrepps.
  2. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi leikskólakennara, dags. 10. janúar 2003, varðandi einsetningu leikskóla og endurgjaldslausa leikskóla.
    Kristrún og Anna María viku af fundi.
  3. Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 6. janúar 2003, varðandi úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.  Fram kemur í bréfinu að ráðuneytið gengst fyrir úttekt á sjálfsmatsaðferðum í Árskóla, Grunnskólanum að Hólum, Grunnskólanum á Hofsósi, Grunnskólanum Steinsstöðum og Varmahlíðarskóla og stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið haustið 2003.
  4. Lögð fram til kynningar fundargerð hússtjórnar félagsheimilisins Miðgarðs, frá 5. fundi sem haldinn var 14. janúar 2003.
  5. Lögð fram fjárhagsáætlun 2003 og rætt um hana.
  6. Önnur mál.
    a)  Tekið fyrir bréf frá hússtjórn Bifrastar, dags. 22. janúar 2003, varðandi fjárhagsstöðu félagsheimilisins.
    Fræðslu- og menningarnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs, en tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir um aðkomu nýs rekstraraðila á þeim forsendum sem greinir í bréfinu.
    b)  Rætt um stuðning við Leikfélög í Skagafirði.  Nefndin samþykkir að endurskoða fjárstuðning við Leikfélög í Skagafirði með það að markmiði að samræma enn frekar stuðning við menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 18:35.