Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

10. fundur 07. nóvember 2002 kl. 16:00 - 17:50 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, fimmtudaginn 7. nóvember, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Sigurður Árnason komst ekki til fundarins en var í símasambandi við formann nefndarinnar.
Auk ofangreindra mættu á fundinn:  Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson menningar- , íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og áheyrnarfulltrúar.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:

  1. Tilraunaverkefni í Varmahlíðarskóla, kennsla 5 ára barna.
  2. Önnur mál.

Leikskólamál:

  1. Gjaldskrá leikskóla.
  2. Sumarlokanir.
  3. Önnur mál.

Menningarmál:

  1. Endurupptaka, erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga, varðandi, starf fornleifafræðings, fornleifadeild og skráningarkerfið SARP.
  2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

Grunnskólamál:

Undir liðum nr. 1-2 sátu fundinn:  Jóhann Bjarnson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara og Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra.

  1. Rætt um tilraunaverkefnið.  Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og stefnumótunarvinnu sem framundan er.
  2. Önnur mál engin.
    Jóhann, Gréta Sjöfn og Sigurður yfirgáfu fundinn.

    Leikskólamál:
    Undir liðum nr. 3. - 5. sátu fundinn:  Aðalbjörg Þorgrímsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla, Svanhildur Pálsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra.
  3. Samþykkt að fyrirhuguð gjaldskrárbreyting sem taka átti gildi 1. september sl. taki gildi 1. janúar n.k.  Skólamálastjóra falið að fylgja málinu eftir.
    Skv. breytingunni munu almenn leikskólagjöld hækka um 3 %.  Stefnt að því að endurskoða gjaldskrá leikskóla í framtíðinni 1. febrúar og 1. september ár hvert.
    Sigurður Árnason situr hjá við afgreiðslu málsins.
  4. Rætt um sumarlokanir leikskóla og mögulegar útfærslur.  Ákveðið að óska eftir að fulltrúar foreldafélaga komi á næsta vinnufund nefndarinnar.  Skólamálastjóra falið að boða fulltrúana til fundarins.
  5. Önnur mál engin.
    Aðalbjörg, Kristrún og Rúnar yfirgáfu fundinn.

    Menningarmál:
    Ómar Bragi Stefánsson sat fundinn undir liðum nr. 6. - 7.  Einnig bauð nefndin Svanhildi Pálsdóttur að sitja fundinn undir þeim liðum þar sem Dalla Þórðardóttir, fulltrúi Akrahrepps var ekki mætt.
  6. Tekið fyrir erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga.  Nefndin heimilar umbeðna ráðningu fornleifafræðings, til áramóta, þar sem forstöðumaður safnsins hefur gert grein fyrir tekjum á móti launakostnaði.  Framtíðaráformum um aukningu á starfshlutfalli fornleifafræðings og rekstri fornleifadeildar við safnið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
    Nefndin samþykkir að Byggðasafnið gerist stofnfélagi í rekstrarfélagi um skráningarkerfið SARP.
  7. Önnur mál engin.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:50.