Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

9. fundur 30. september 2002 kl. 14:00 - 16:20 Í Grunnskólanum Varmahlíð

Ár 2002, mánudaginn 30. september, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Grunnskólanum Varmahlíð kl. 14:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Einnig:  Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Páll Dagbjartsson skólastjóri og Dalla Þórðardóttir fulltrúi Akrahrepps.

DAGSKRÁ:

  1. Málefni náttúrugripasafns.
  2. Bókasafnsmál.
  3. Bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga, dags. 26. ágúst 2002, frestað 12. september sl.
  4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Nefndarmenn fóru      í skoðunarferð á Náttúrugripasafnið.       Rætt um húsnæðismál safnsins.       Brýnt er að finna safninu nýjan stað fyrir næsta vor, þar sem      skólinn þarf á rýminu að halda undir aðra starfsemi.  Ákveðið að vísa málinu til      Samstarfsnefndar sveitarfélaga í Skagafirði.  Meta þarf safnið og finna lausn á      húsnæðismálum.
  2. Rætt um      bókasafnsmál í Varmahlíð, húsnæðismál og nýtingu safnanna.    Plássleysi háir bókasafni skólans og      horft er til aðstöðunnar sem náttúrugripasafnið notar nú.
  3. Tekið fyrir bréf      frá Byggðasafni Skagfirðinga, dags. 26. ágúst 2002.  Erindinu vísað til Samstarfsnefndar      sveitarfélaga í Skagafirði.
  4. Önnur mál.
    a)   Tilraunaverkefni í Varmahlíðarskóla, kennsla 5 ára barna.  Verkefnið kynnt. Nauðsynlegt er að taka afstöðu sem fyrst hvort ráðast eigi í verkefnið.  Ákveðið að fjalla um málið á næsta vinnufundi nefndarinnar.
    b)    Rætt um flutning barna á milli skólahverfa. 
    c)    Samstarf við Félagsmiðstöðina Frið. Skýrari þarf línur varðandi skiptingu kostnaðar við félagsstarfið fyrir gerð fjárhagsáætlunar.
    d)    Rætt um vinnuskóla og hvort grunnskólinn eigi að tengjast því verkefni.
    e)    Rætt um starfsáætlun og vorskýrslu.  Ákveðið að Fræðslu- og menningarnefnd fundi með skólastjórum í lok skólaárs.
    f)     Rætt um gerð skólastefnu.
    g)    Rætt um gerð heimildarmyndar um Karlakórinn Heimi.  Mögulegt er að koma fyrir kynningarefni um Skagafjörð í upphafi myndarinnar.  Formanni falið að ræða við formann atvinnu-  og ferðamálanefndar.
    h)   Fræðslu- og menningarnefnd sendi bréf til stjórnar Samtaka um leikminjasafn, 27. september sl.  Nefndin telur stofnun leikminjasafns gott framtak og lýsir áhuga á fyrirhugaðri sýningu í upphafi Sæluviku.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl.16:20.