Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

3. fundur 04. júlí 2002 kl. 16:00 - 17:50 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, fimmtudaginn 04. júlí, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16.oo
Mætt:  Sigurður Árnason, Gísli Árnason, Katrín María Andrésdóttir og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri. Einnig voru mættir áheyrnarfulltrúar grunnskóla Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra og Sigurður Jónsson fulltrúi kennara.

DAGSKRÁ:

1.  Leikskólamál:
a)      Erindi frá leikskólastjóra Birkilundar.
b)      Erindi frá leikskólaforeldri varðandi opnunartíma.
c)      Erindi varðandi aukna vistun á leikskóla.
d)     Önnur mál.

2.  Grunnskólamál:
e)      Erindi frá foreldrum um breytta grunnskólavistun
f)       Erindi frá foreldrum um breytta grunnskólavistun.
g)      Önnur mál.

3.  Menningarmál:
h)      Menningarmál
i)        Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

1.  Leikskólamál:
a)      Lagt fram bréf frá leikskólastjóranum Birkilundi frá 28. maí, þar sem kynnt er nýting á Leikskólanum.  Formanni falið að ræða við leikskólastjórann.
b)      Lagt fram erindi frá foreldri varðandi lengingu á opnunartíma leikskóla frá 29. maí. Erindinu hafnað og skólamálastjóra falið að svara erindinu.
c)      Tekið fyrir erindi varðandi lengingu á vistun einstaklings á leikskólanum Glaðheimum. Erindið samþykkt.
d)     Önnur mál.
1.  Rætt um önnur dagvistarúrræði og úrlausnir í þeim efnum.

2.      Grunnskólamál:
Inn á fundinn komu Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara og Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóri.
e)      Tekið fyrir erindi frá foreldrum sem fara fram á breytta skólavistun, dagsett 17. maí. Nefndin samþykkir erindið og felur skólamálastjóra að tilkynna viðkomandi niðurstöðuna.
f)       Tekið fyrir erindi frá foreldrum og sálfræðingi Skólaskrifstofunnar um breytta skólavistun. Nefndin samþykkir erindið og felur skólamálastjóra að svara erindinu.
g)      Önnur mál.
1.         Húsnæðismál Árskóla. Skólastjóri Árskóla gerði grein fyrir erindi sem sent var til byggðaráðs.
2.         Eineltisátak. Skólastjóri gerði grein fyrir því að Árskóli yrði móðurskóli fyrir skóla á Norðurlandi Vestra í eineltismálum. Rætt um kostnað vegna þessa verkefnis.
Rúnar Vífilsson, Sigurður Jónsson og Óskar G. Björnsson yfirgáfu fundinn.

 3.      Menningarmál:
Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta og æskulýðsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
h)       Menningarmál.
1.  Kynnt bréf frá Hanaholmens kulturcentrum, Esbo, Finnlandi, þar sem verið er að
bjóða Sveitarfélaginu Skagafirði þátttöku á ráðstefnu í desember nk.
2.  Kynnt bréf frá Reykjavíkurborg vegna Menningarnætur árið 2002
3.  Kynntur samningur við Leiðbeiningamiðstöðina ehf. vegna bókhaldsvinnu fyrir félagsheimilin.
4.  Tekið fyrir bréf frá Lónkoti, þar sem óskað eftir stuðningi við lista- og menningarstarfsemi.
Erindinu frestað.
5.  Tekið fyrir bréf frá Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi, þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna sjómannadagsins.
Erindinu frestað.
6.  Tekið fyrir bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga vegna ráðningar fornleifafræðings við safnið.
Nefndin samþykkir erindið en óskar jafnframt eftir frekari upplýsingum um verkefnið.

i)  Önnur mál.  Engin.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:50.