Fara í efni

Félagsmálanefnd

92. fundur 15. apríl 2002 kl. 14:00 - 16:55 Stjórnsýsluhús

Árið 2002, mánudaginn 15. apríl kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 1400.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir

Auk þeirra  Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt., félagsmálastjóri.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Félagsstarf eldri borgara í Skagafirði, rekstrarstyrkir.
  4. Aksturskostnaður vegna heimaþjónustu.
  5. Byggðaráð óskar umsagnar félagsmálanefndar og félagsmálastjóra um fyrirspurnir félagsmálaráðuneytisins, dags. 25. mars 2002, varðandi erindi Gunnars Braga Sveinssonar og Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur um reglur um niðurgreiðslu sveitarfélagsins á daggæslu í heimahúsum.
  6. Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði dags. 12. mars 2002, þar sem hvatt er til þess að sveitarstjórnin haldi upp á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann 15. maí nk.

   7.  Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Húsnæðismál.

  • Varðandi hugmyndir að breytingum á íbúð á Túngötu 2 á Hofsósi.  Samþykkt að mæla með breytingunum við stjórn Húseigna Skagafjarðar ehf.  Skrifstofustjóra falið að ganga frá málinu.

 Elsa Jónsdóttir vék af fundi.

2. Trúnaðarmál, færð í trúnaðarbók.

3. Rætt um skiptingu fjármagns til félagsstarfs eldri borgara í Skagafirði.  Samþykktur styrkur til félagsstarfs eldri borgara í Ljósheimum að upphæð 250.000 kr.

4. Félagsmálastjóra falið að gera tillögur til hagræðingar á aksturskostnaði vegna heimaþjónustu.

5. Lagt fram bréf Byggðarráðs, dags. 10. apríl 2002,  þar sem óskað er eftir gögnum og umsögn frá Félagsmálanefnd Skagafjarðar vegna fyrirspurna Félagsmálaráðuneytisins varðandi mál Gunnars Braga Sveinssonar og Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur.  Félagsmálastjóra falið að svara þeim fyrirspurnum sem snúa að Félagsmálanefnd og senda Byggðarráði gögn er málið varða.

6. Lagt fram bréf frá Byggðarráði dags. 10. apríl 2002, varðandi erindi frá Fjölskylduráði þar sem hvatt er til þess að sveitarstjórn haldi upp á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann 15. maí nk.   Málinu vísað til úrvinnslu félagsmálastjóra.

7. Önnur mál.

  • Lagðar fram til kynningar helstu niðurstöður könnunar vegna dagvistarmála.
  • Lagt fram þakkarbréf frá hópastarfinu “Áfram stelpur” dags. 18. mars 2002.

 

Næsti fundur áætlaður 29. apríl 2002.

Fundargerð upplesin. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.55