Fara í efni

Félagsmálanefnd

81. fundur 15. október 2001 kl. 15:00 - 17:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, mánudaginn 15. október -  kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndar Elsa Jónsdóttir og Gunnar M. Sandholt. 

Dagskrá:

  1. Trúnaðarmál
  2. Húsnæðismál
  3. Dagvistun á einkaheimilum
  4. Lagt fram bréf varðandi félagsstarf aldraðra á Löngumýri
  5. Kynnt samþykkt sveitarstjórnar um fjárhagsáætlunarferli sveitarfélagsins
  6. Greint frá helstu niðurstöðum starfsdaga Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, sem haldnir voru að Löngumýri 24. og 25. september s.l.
  7. Kynnt samstarfsverkefni um bætta unglingamenningu og forvarnir
  8. Önnur mál

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál. Samþykkt að falla frá forkaupsrétti á íbúð í Víðigrund.

2. Trúnaðarmál.

Ákvörðun færð í trúnaðarbók.

3. Lagt fram bréf varðandi félagsstarf aldraðra á Löngumýri.

Samþykkt að veita 60.000 kr. til málsins vegna vetrarstarfs 2001-2002.

4. Kynnt samþykkt sveitarstjórnar um fjárhagsáætlunarferli sveitarfélagsins, þar sem m.a kemur fram að félagsþjónustunni er gert að setja fram starfsáætlun þar sem gerð er grein fyrir meginmarkmiðum, rekstrarlegu- og þjónustulegu umfangi málaflokksins.

5. Helstu niðurstöður starfsdaganna kynntar. Ákveðið að ræða endurnýjun þjónustusamnings um málefni fatlaðra að nýju á næsta fundi.

6. Halla B. Marteinsdóttir, verkefnisstjóri, kynnir samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Rauðakrossdeildar Skagafjarðar, Sauðárkrókskirkju, Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Sýslumannsembættisins í Skagafirði og Öldunnar – stéttarfélags.

7. Önnur mál

  • Greint frá því að námskeiðinu “Viltu láta til þín taka” hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
  • Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn á Hvolsvelli 19. – 20. október 2001. Samþykkt að senda fulltrúa á fundinn.
  • Ásdís Guðmundsdóttir vekur athygli á því að ýmis atriði í jafnréttisáætlun sveitafélagsins hafi ekki komist til framkvæmda, t.d. kynning hennar. Félagsmálastjóra falið að undirbúa vinnufund vegna jafnréttismála.
  • Leyfi til dagvistunar á einkaheimilum.

Eftirfarandi leyfi voru samþykkt:

a. Aðalbjörg Sigfúsdóttir, Sæmundargötu 6,      5 börn

b. Ragna Fanney Gunnarsdóttir, Birkihlíð 25,    4 börn

c. Sif Káradóttir, Raftahlíð 28,                            5 börn

Rædd beiðni dagmóður um að fá niðurgreiðslu vegna eigin barns.

Erindinu synjað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,oo.

Gunnar Sandholt ritar fundargerð.

Sólveig Jónasdóttir

Ásdís Guðmundsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson

Elinborg Hilmarsdóttir