Fara í efni

Félagsmálanefnd

79. fundur 20. september 2001 kl. 12:00 - 13:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, fimmtudaginn 20. september -  kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1200.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Guðrún Sölvadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Ingibjörg Hafstað.

Auk þeirra starfsmenn nefndar Elsa Jónsdóttir og Gunnar M. Sandholt, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra: Umræður og mat félagsmálanefndar um samning milli Byggðasamlags um málefni fatlaðra í Norðurlandskjördæmi vestra og Félagsmálaráðuneytis, auk samnings um málefni fatlaðra í Skagafjarðarsýslu.

2. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra

Nefndin yfirfór samninginn ásamt kostnaðarútreikningum.
Félagsmálanefnd leggur áherslu á að í komandi samningum við félagsmálaráðuneytið um málefni fatlaðra verði tryggt að þjónusta við fatlaða í sveitarfélaginu skerðist ekki og að tryggt verði nægilegt fjármagn til að unnt sé að halda uppi þjónustu án aukakostnaðar fyrir sveitarfélagið.
Nefndin samþykkir að skipa Elinborgu Hilmarsdóttur og Ásdísi Guðmundsdóttur til að fylgja málinu eftir ásamt félagsmálastjóra af hálfu nefndarinnar.

2.  Önnur mál

a) Heimild til úthlutunar viðbótarlána. Félagsmálanefnd heimilar að sótt sé um fjármagn til úthlutunar viðbótarlána á árinu 2002 að upphæð 26 milljónir króna.

b) Ákveðið að hafa fundartíma framvegis á mánudögum kl. 15:00, næsti fundur er ákveðinn 1. október n.k.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.30

Elinborg Hilmarsdóttir

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Guðrún Á. Sölvadóttir

Ingibjörg Hafstað