Fara í efni

Félagsmálanefnd

70. fundur 08. maí 2001 kl. 13:15 - 14:50 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 8. maí kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Trausti Kristjánsson. Auk þeirra Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og  Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Niðurgreiðsla dagvistunar í heimahúsum.
  4. Húsaleigubætur. 
  5. Önnur mál
     

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

  • Leiga á Víðimýri 10, 3. h. til hægri, sjá innritunarbók.
  • Samþykkt tvö viðbótarlán, sjá innritunarbók.

Elsa vék af fundi.

2. Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.

3. Niðurgreiðsla dagvistunar í heimahúsum. Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, leggur fram samantekt og umræður verða um hana á fundinum.  Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

4. Ársskýrsla samráðsnefndar um húsaleigubætur árið 2000, lögð fram til kynningar.

5. Önnur mál

  • Staða gjaldaliða eftir fyrsta ársfjórðung kynnt.

 

Næsti fundur nefndar verður þriðjudaginn 15. maí  kl. 13.15.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.50

Árdís Antonsdóttir, ritari.

Elinborg Hilmarsdóttir

Trausti Kristjánsson

Sólveig Jónasdóttir