Fara í efni

Félagsmálanefnd

69. fundur 20. mars 2001 kl. 13:15 - 14:20 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 20. mars kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, og Trausti Kristjánsson. Auk þeirra Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og  Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar.

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Lagður fram aksturssamningur vegna dagvistar.
  4. Lagt fram afrit af bréfi Þjónustuhóps aldraðra í Skagafirði til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis varðandi þörf fyrir dagvistarrými ásamt bréfi félagsmálastjóra varðandi sama mál. 
  5. Kynnt starfsemi Dagvistar aldraðra og tillaga forstöðumanns um að efnt verði til samkeppni um nafn á Dagvist aldraðra.
  6. Önnur mál
     

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

  • Eitt viðbótarlán samþykkt, sjá innritunarbók.
  • Leiga á íbúðum,  Skógargata 2, sjá innritunarbók.
  • Ákveðið að leigja íbúð að Kvistahlíð 19.
  • Skrifstofustjóra og félagsmálastjóra falið að leggja fyrir nefndina drög að vinnureglum í húsnæðismálum.

Elsa vék af fundi.

2. Trúnaðarmál – engin.

3. Lagður fram til kynningar aksturssamningur vegna dagvistar.  Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Þjónustuhóps aldraðra í Skagafirði til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis varðandi þörf fyrir dagvistarrými ásamt bréfi félagsmálastjóra varðandi sama mál.

5. Heimsókn í Dagvist aldraðra þar sem starfsemin var kynnt .

6. Önnur mál

  • Forystumenn Félags eldri borgara hafa gengið á fund sveitarstjóra, formanns félagsmálanefndar og félagsmálastjóra og óskuðu eftir endurskoðun á afgreiðslu félagsmálanefndar varðandi styrk til Félags eldri borgara. Samþykkt að styrkurinn til félagsins verði 200.000 kr. á árinu 2001, af því hafa þegar verið greiddar 40.000 krónur.

 

Næsti fundur nefndar verður þriðjudaginn 24. apríl kl. 13.15.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.20, félagsmálanefnd fór þá í kynningarferð á Dagvist aldraðra.

Árdís Antonsdóttir, ritari.

Ásdís Guðmundsdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Trausti Kristjánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir