Fara í efni

Félagsmálanefnd

47. fundur 04. júlí 2000 kl. 13:15 Stjórnsýsluhús

Árið 2000, þriðjudaginn 4. júlí kl. 1315 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt:  Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sólveig Jónasdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar:  Árdís Freyja Antonsdóttir félagsráðgjafi, Guðbjörg Ingimundardóttir félagsmálastjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Trúnaðarmál.
  2. Gæsluvöllur á Sauðárkróki.
  3. Starfsmannamál Iðju / Hæfingar.
  4. Samningur við eldri borgara.
  5. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Trúnaðarmál.  (Sjá trúnaðarbók).

2. Gæsluvöllur á Sauðárkróki.

Félagsmálanefnd samþykkir að ekki sé grundvöllur fyrir að starfrækja gæsluvöll á Sauðárkróki í sumar.

3. Starfsmannamál Iðju / Hæfingar.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir deildarstjóri fylgir eftir bréfi sínu um stöðu þjónustu í Iðju.

Félagsmálastjóra veitt umboð til að nýta 40% stöðuhlutfall og auk þess nýta fjárveitingu Iðjunnar að fullu til að ráða í 100% starf.  Jafnframt felur nefndin félagsmálastjóra að fylgja bréfi Steinunnar eftir inn í þjónustuhóp fatlaðra.

4. Félagsmálastjóri hefur gert drög að samningi við eldri borgara.  Gert var ráð fyrir 500.000,-. kr á fjárhagsáætlun.  Staðan í endaðan júní er 457.000,-. kr.   Ljóst er að þau drög rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.  Ákveðið að taka málið upp í haust.

5. Önnur mál.

a) Umsókn vegna niðurgreiðslu á kostnaði við ráðningu Aupair hefur borist nefndinni. Umsókninni hafnað, (sjá trúnaðarbók) en vísað til frekari umræðu um endurskoðun reglna um  niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum.

b) Umræða um dansleik í Miðgarði, laugardaginn 1. júlí sl.  Starfsmenn nefndarinnar mjög slegnir eftir að hafa orðið vitni að drykkju ungmenna í Miðgarði.  Ákveðið að Elinborg Hilmarsdóttir formaður nefndarinnar og Ásdís Guðmundsdóttir varaformaður óski eftir fundi með sýslumanni, ásamt félagsmálstjóra. 

c) Félagsmálastjóri Guðbjörg Ingimundardóttir hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí 2000.  Félagsmálanefnd samþykkir að auglýsa stöðu félagsmálastjóra lausa til umsóknar.

d) Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar tilnefningar í þjónustuhóp aldraðra, sem eru Ragnheiður Jónsdóttir og Þórunn Elfa Guðnadóttir.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Elínborg Hilmarsdóttir                                 

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir                                       

Ásdís Guðmundsdóttir.