Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

23. fundur 13. maí 2024 kl. 08:15 - 10:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Rakel Kemp Guðnadóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Sumarafleysingar 2024

Málsnúmer 2404205Vakta málsnúmer

Minnisblöð annars vegar frá frístundastjóra og hins vegar frá félagsmálastjóra lögð fram.
Staðan á starfsstöðvum sem falla undir frístundastjóra er í heildina nokkuð góð. Hægt verður að starfrækja Sumar-TÍM í sumar en með einfaldara sniði en síðustu ár. Vinnuskólinn verður tengdur við starfsemi á íþróttavellinum í sumar til að leysa mönnunarvanda. Enn eru virkar auglýsingar vegna starfa í sundlaug Sauðárkróks og Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Til að hægt verði að halda áður samþykktri opnun þarf að fá fleira sumarstarfsfólk.

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að opnunartími íþróttamannvirkja verði skertur ef ekki tekst að manna sumarafleysingar að fullu. Ef til þess kemur verði horft til aðsóknar síðustu sumra og hvaða dagar eru best til þess fallnir að skerða opnunartíma.

Á starfsstöðvum sem heyra undir félagsmálastjóra er staðan mjög slæm. Á starfsstöðvum í Skagafirði vantar enn níu starfsmenn og einn starfsmann vantar í sumarafleysingar á starfsstöð á Hvammstanga og tvo framtíðarstarfsmenn. Á starfsstöðinni á Blönduósi er staðan nokkuð góð. Um lögbundna þjónustu er að ræða og alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa. Í minnisblaði frá félagsmálastjóra koma fram ýmsar leiðir sem búið er að reyna til að leysa mönnunarvanda en hafa ekki skilað tilætluðum árangri.

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að skerða heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra eins og þörf er á í sumar ef ekki tekst að manna afleysingar. Skoða verður hvort þurfi að loka dagdvöl tímabundið í sumar. Miðað við núverandi stöðu er fyrirséð að starfsfólk mun ekki hafa tök á því að taka fullt sumarorlof fimmta sumarið í röð. Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum á viðvarandi mönnunarvanda og vekur athygli á því að félagsþjónustan sinnir lögbundnu hlutverki í þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk.

Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna áfram með minnisblað félagsmálastjóra skoða hvort og þá hvaða leiðir eru færar til að búa til hvata til framtíðar fyrir starfsmenn í samráði við mannauðsstjóra og nefndina.

Félagsmála- og tómstundanefnd vísar málinu samhljóða til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.