Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

126. fundur 18. júní 2008 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá

1.Foreldraráð Varmahlíðarskóla - styrkumsókn 2008

Málsnúmer 0803090Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd þakkar Foreldraráði frumkvæði að eflingu félagsstarfs barna og unglinga í Varmahlíðarskóla og samþykkir að veita ráðinu 50.000.-styrk, af gjaldalið 06390. Fyrirhuguðu samstarfi Foreldraráðsins og Félagsmiðstöðvarinnar er fagnað.

2.Útfærsla á greiðslu Hvatapeninga v. Vetrartím

Málsnúmer 0806061Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir um útfærslu á greiðslu Hvatapeninga vegna Vetrar T.Í.M. Nefndin felur Frístundastjóra að vinna að málinu áfram í samvinnu við íþróttahreyfingu og aðra sem að málinu koma. Hugmyndin gengur út á að nýta Navisjon bókunarkerfi sveitarfélagsins til að halda utan um skráningu þátttakenda og greiðslu Hvatapeninga.

3.Skotfélagið Ósmann - styrkumsókn 2008

Málsnúmer 0803089Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Skotfélaginu Ósmann þar sem fram kemur að félagið sinnir fræðslustarfi fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára sem með samþykki foreldra sinna mega stunda þessa íþrótt.

Fundi slitið - kl. 10:00.