Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

119. fundur 05. febrúar 2008 kl. 09:15 - 10:30 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri.
Dagskrá

1.Aðgengismál fatlaðra

Málsnúmer 0801032Vakta málsnúmer

Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, kynnir skýrslu, samantekt um aðgengi fatlaðra að stofnunum Sveitarfélagsins eins og þau voru í árslok 2006. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að setja í gang vinnu við að forgangsraða verkefnum sem snúa að nefndinni. Þá ítrekar nefndin fyrri ósk um fund með Skipulags- og bygginganefnd um þetta mál. Ákveðið að senda öllum sveitarstjórnarfulltrúum samantekt á skýrslunni.

2.Hús frítímans

Málsnúmer 0801082Vakta málsnúmer

María Björk, frístundastjóri, kynnir stöðu mála við framkvæmdir á Húsi frítímans. Fyrir liggja teikningar arkitekta og er verið að vinna að lokafrágangi verkfræðiteikninga.

3.Upplýsingar um þjónustukort

Málsnúmer 0802033Vakta málsnúmer

Þjónustukortin verða prentuð í þessari viku og send öllum börnum á grunnskólaaldri og íbúum sveitarfélagsins eldri en 67 ára. Stofnunum og fyrirtækjum verður boðið að kaupa árskort fyrir sína starfsmenn með 20% afslætti. Sama gildir um starfsmenn sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:30.