Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

154. fundur 26. janúar 2010 kl. 09:15 - 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir Frístundastjóri
Dagskrá

1.Rekstrartölur Frístundasviðs 2009

Málsnúmer 1001210Vakta málsnúmer

Frístundastjóri, íþróttafulltrúi og forstöðumaður Húss frítímans kynna fyrstu niðurstöðutölur rekstrar sviðsins fyrir síðasta ár. Nefndin fagnar góðum árangri í rekstrinum.

2.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs

Málsnúmer 1001114Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að reglur um greiðslu Hvatapeninga gildi fyrir börn 6-18 ára frá og með 1.janúar 2010. Áætlað er að viðbótarkostnaður nemi 400-500 þúsund krónum. Nefndin leggur til við Byggðaráð að komið verði til móts við þennan kostnað.

3.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd hefur ekki gert ráð fyrir tveggja milljóna króna fjárveitingu til Hofsbótar ses. í fjárhagsáætlun 2010. Nefndin leggur til við Byggðaráð að óskað verði eftir því að tæknisvið sveitarfélagsins meti í samstarfi við Hofsbót ses., möguleika til að bæta íþróttaaðstöðu barna og unglinga út að austan.

4.Samstarf um forkönnun

Málsnúmer 1001115Vakta málsnúmer

Nefndin þakkar erindið en telur ekki fjárhagslegar forsendur til að styðja verkefnið. Vísað er til forgangsröðunar nefndarinnar vegna stærri framkvæmda.

5.Dagmóðir: fjölgun vistunarbarna

Málsnúmer 1001207Vakta málsnúmer

Samþykkt undanþága í einn mánuð, eða til 1. mars 2010.

Fundi slitið - kl. 09:15.