Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

286. fundur 22. febrúar 2021 kl. 15:00 - 16:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Framkvæmdir í málaflokki 06 á Hofsósi vorið 2021

Málsnúmer 2102192Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá frístundarstjóra vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hofsósi, annarsvegar við íþróttarhús og hinsvegar við sundlaug. Nefndin samþykkir að óska eftir því að sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs komi á næsta fund og kynni málið frekar.

2.Framkvæmdir í málaflokki 06 á Sauðárkróki vorið 2021

Málsnúmer 2102193Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá frístundarstjóra vegna fyrirhugaðra framkvæmda við annan áfanga byggingar við Sundalaug Sauðárkróks annars vegar og hins vegar stúku við gervigrasvöll. Nefndin samþykkir að óska eftir því að sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs komi á næsta fund og kynni málið frekar.

3.Samráð; Drög að stefnu um félags- og tómstundastarf

Málsnúmer 2101062Vakta málsnúmer

Drög að stefnu um félags- og tómstundastarf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis kynnt og málið rætt.

Fundi slitið - kl. 16:15.