Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

277. fundur 25. maí 2020 kl. 15:00 - 16:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Axel Kárason
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez Gestur
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 2003221Vakta málsnúmer

Lagt fyrir eitt mál. Samþykkt.

2.Dagforeldrar vorið 2020

Málsnúmer 2005020Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og félagsmálastjóri upplýstu um stöðu biðlista við leikskóla og dagforeldra vegna inntöku barna að sumarleyfum loknum. Svo virðist sem hægt verði að anna öllum umsóknum fyrir börn fædd 2019 og fyrr. Hins vegar er ljóst að strax um áramót mun myndast þörf fyrir börn fædd á árinu 2020. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra að vakta stöðuna og auglýsa eftir dagforeldrum til starfa eftir því sem þörfin verður meiri.

3.Endurnýjun leyfi dagforeldris

Málsnúmer 2005088Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Maríu Drafnar Guðnadóttur um endurnýjun leyfis vegna nýrra húsakynna, núverandi leyfi fyrir fimm börnum gildir í Laugartúni 15 n.h. á Sauárkróki. Fyrir liggja öll gögn sem reglugerð gerir ráð fyrir. Félags- og tómstundanefnd samþykkir endurnýjun leyfis í nýjum húsakynnum, Smáragrund 5 n.h. Sauðárkróki, samanber 14.gr.reglugerðar nr.907/2005. Leyfið gildir fyrir fimm börnum samtímis, að meðtöldum þeim börnum sem fyrir eru á heimilinu á dvalartíma daggæslubarnanna yngri en 6 ára. Þó skulu eigi vera á heimilinu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri að jafnaði. Leyfið gildir tímabilið 18.05.2020-19.03.2022.

4.Leiðbeiningar um akstursþjónustu

Málsnúmer 2005013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsmálastjóra falið að halda utan um vinnu við gerð verklagsreglna innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnar útfrá þessum leiðbeiningum. Núverandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks gilda áfram þar til endurskoðun hefur farið fram. Miðað er við að endurskoðun reglna eigi sér stað eigi síðar en sex mánuðum eftir útgáfu leiðbeininganna 22.apríl 2020.

5.Sumarstörf fyrir námsmenn 2020

Málsnúmer 2004194Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri upplýsti um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi sótt um 22 sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sbr. minnisblað sem fylgir í gögnunum. Vinnumálastofnun úthlutaði sveitarfélaginu 9 störf og er nú unnið að skilgreiningum þeirra og starfslýsingum.

6.Vinnuskólalaun 2020

Málsnúmer 2005051Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra með upplýsingum um þróun launa í Vinnuskólanum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hækka laun í Vinnuskóla um 2% á árinu 2020.

7.Sumarstörf 2020 - spurningakönnun f. 7.-10. bekk

Málsnúmer 2005037Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnti spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur 7.-10. bekkjar grunnskólanna í Skagafirði. Hann upplýsti jafnframt að umsóknum í Vinnuskóla hefði fjölgað nokkuð frá því í fyrra og taldi að þeim ætti eftir að fjölga enn meira. Ekki er þó útlit fyrir að alvarlegt ástand skapist hér vegna atvinnuleysis ungmenna. Félags- og tómstundanefnd óskar eftir því að frístundastjóri kanni atvinnuástandið meðal framhaldsskólanema.

8.Íþrótta- og leikjanámskeið Fljótum 2020

Málsnúmer 2004159Vakta málsnúmer

Lagt fram ósk um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita 100.000 krónum til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum.

9.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða Ungmennaráði til fundar við sig á haustmánuðum.

10.Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar

Málsnúmer 2003223Vakta málsnúmer

Vísað til nefndarinnar frá byggðarráði þann 22. apríl s.l. Lagt fram erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem falast er eftir styrk vegna landsmóts sambandsins sem ráðgert er að halda á Sauðárkróki í lok október n.k. Óskað er eftir styrk í formi gistingar í Árskóla, notkun á íþróttahúsi og aðgangi að sundlaug. Félags- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna hvort þessu verði við komið.

Fundi slitið - kl. 16:45.