Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

275. fundur 19. febrúar 2020 kl. 15:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Guðrún Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Sjávarútvegsskóli unga fólksins

Málsnúmer 2002046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Degi Þór Baldvinssyni, hafnarstjóra sveitarfélagsins, þar sem kannað er hvort sveitarfélagið hefði áhuga á að starfrækja Sjávarútvegsskóla unga fólksins. Verkefnið er starfrækt í samvinnu Háskólans á Akureryi, sveitarfélaga og sjávarútvegsfyrirtækja á Norður- og Austurland. Verkefnið yrði hluti af Vinnuskólanum. Nefndin lýsir ánægju með verkefni þetta og samþykkir þátttöku.

2.Dagforeldri endunýjun leyfis

Málsnúmer 2001222Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Guðrúnar Erlu Sigursteinsdóttur um daggæslu á einkaheimili. Félags- og tómstundanefnd samþykkir bráðabirgðaleyfi vegna daggæslu á einkaheimili til eins árs fyrir Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur, Hólavegi 27, Sauðárkróki, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 907/2005, fyrir 5 börnum að eigin barni meðtöldu, allan daginn, enda sæki Guðrún Erla námskeið fyrir dagforeldra svo fljótt sem kostur er.

3.Öldungaráð erindisbréf

Málsnúmer 2001183Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykktum fyrir Öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Búið er að funda með fulltrúum eldri borgara og HSN. Félags- og tómstundanefnd fagnar því að Öldungaráðið sé að verða að veruleika og samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Nefndin vísar þeim jafnframt til byggðarráðs.

4.Tillaga. Matur fyrir eldri borgara í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna

Málsnúmer 2002140Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd leggur til að starfsmenn fjölskyldusviðs kanni og greini þörf fyrir hádegisverð fyrir eldri borgara í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skili minnisblaði til nefndarinnar. Horft er til þess að hádegisverðurinn verði eldaður í Varmahlíðarskóla annars vegar og Grunnskólanum austan Vatna hins vegar.

Fundi slitið - kl. 16:00.