Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

192. fundur 12. febrúar 2013 kl. 15:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
Fundargerð ritaði: Þorsteinn T. Broddason
Dagskrá
Hanna Þrúður Þórðardóttir, boðaði forföll vegna veikinda. Ekki náðist í varamann.
Ótthar Edvardsson tók þátt í umfjöllun um 1. lið á dagskrá en vék svo af fundi.
Herdís Á Sæmundardóttir fék af fundi að loknum 4. dagskrárlið.
Aðalbjörg Hallmundsdóttir kom á fundinn og kynnti trúnaðarmál undir 9.dagskrárlið.

1.Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki

Málsnúmer 1302044Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Tindastóls dags. 5. febrúar 2013 varðandi ósk knattspyrnudeildar að taka að sér umsjón og rekstur íþróttavallarins á Sauðárkróki. Sviðsstjóra og umsjónarmanni íþróttamannvirkja falið að skoða málið sem verði tekið fyrir á fundi nefndarinnar að nýju.

2.Umsókn Guðrúnar H. Þorvaldsdóttur um leyfi til daggæslu á einkaheimili

Málsnúmer 1212144Vakta málsnúmer

Guðrún H. Þorvaldsdóttir sækir um leyfi til að starfa sem dagforeldri fyrir barnabarn sitt, s.k. "ömmuleyfi", sbr. reglur sveitarfélagsins.
Lögð fram til staðfestingar ákvörðun nefndarmanna sem teknar voru í tölvupóstssamskiptum 21. desember s.l. þar sem umsókn Guðrúnar Halldóru var samþykkt.

3.Fundargerð stjórnar SSNV 27.12.2012

Málsnúmer 1301059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 27. desember 2012, þar sem m.a. er fjallað um húsnæðismál Iðju á Sauðárkróki

4.Iðja - flutningur í nýtt húsnæði

Málsnúmer 1211209Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir undirbúningsvinnu varðandi áform um flutning Iðju í annað húsnæði á Sauðákróki.

5.Aksturssamningur 2013 vegna Dagvistar aldraðra

Málsnúmer 1302078Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram drög að nýjum akstursamningi fyrir Dagvist aldraðra. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs

6.Akstursamningur heimsending matar uppreikningur 2013

Málsnúmer 1301302Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir endurreikningi aksturssamnings vegna heimsendingar matar í heimaþjónustu. Gert var ráð fyrir vísitöluhækkuninni við gerð fjárhagsáætlunar.

7.Umsókn Samtaka um Kvennaathvarf um rekstrarstyrk 2013

Málsnúmer 1211096Vakta málsnúmer

Félags og Tómstundanefnd samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um kr. 75.000 og verður það fært af lið 02890

8.Fjárbeiðni Stigamóta 2013

Málsnúmer 1211016Vakta málsnúmer

Félags og Tómstundanefnd samþykkir að styrkja Stígamót með því að greiða allt að kr. 175.000 í ferðakostnað ráðgjafa Stígamóta til Sauðárkróks. Færist af lið 02890

9.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók

Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer

Tekin fyrir 9 mál, sjá trúnaðarbók

Fundi slitið - kl. 16:30.