Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

265. fundur 29. apríl 2019 kl. 15:00 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Hvatapeningar til barna yngri en 6 ára

Málsnúmer 1903218Vakta málsnúmer

Erindi barst frá foreldrafélgi Ársala þar sem óskað er eftir því að nemendur yngri en 6 ára njóti einnig hvatapeninga. Lagt er fram minnisblað frístundastjóra um íþrótta- og tómstundaiðkun barna yngri en 6 ára. Nefndin frestar málinu og mun gefa sér tíma til að skoða málið frekar. Nefndin ítrekar vilja sinn til að öll börn hafi aðgang að uppbyggilegu frístundastarfi án mikils tilkostnaðar foreldra.


2.Vinnuskólalaun 2019

Málsnúmer 1903255Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra um laun í vinnuskóla sumarið 2019. Laun nemenda verða sem hér segir:
Árgangur 2006 getur unnið sér inn kr. 21.480 fyrir 40 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2005 getur unnið sér inn kr. 71.280 fyrir 120 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2004 getur unnið sér inn kr. 122.940 fyrir 180 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2003 getur unnið sér inn kr. 199.200 fyrir 240 klukkustunda vinnuframlag
Nefndin samþykkir laun vinnuskóla sumarið 2019.

3.Sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 1601183Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frístundastjóra um stöðu framkvæmda við Sundlaugina á Sauðárkróki. Verið er að leggja lokahönd á breytingar í þessum áfanga og vonast er til að hún verði opnuð að nýju hið fyrsta.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir lið 3.

4.Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 1904114Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti drög að Reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi. Samhliða var lagður fram gátlisti fyrir vettvangsstarfsmenn í heimilisofbeldismálum. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
Bertína Rodriguez vék af fundi eftir lið 4

5.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 1902123Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tvö mál. Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 16:50.