Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

253. fundur 27. apríl 2018 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez, sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Miðnætursund Hofsósi 2018 - Infinity blue

Málsnúmer 1802211Vakta málsnúmer

Miðnætursund Hofsósi 2018 - Infinity blue. Eigandi Infinity blue, Auður Björk Birgisdóttir kt. 280484-2889, hefur óskað eftir því að samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fyrirtækisins verði framlengdur til 31. október 2019. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi.

2.Vinnuskólalaun 2018

Málsnúmer 1711181Vakta málsnúmer

Lagt er til að tímakaup vinnuskólakrakka fyrir árið 2018 hækki um 3% frá árinu á undan. Vísað er til uppfærðrar launatöflu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin samþykkir ofangreinda hækkun.

3.Staðsetning hjólabrettagarðs

Málsnúmer 1703350Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að staðsetningu hjólabrettagarðs við Árskóla á Sauðárkróki. Nefndin felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að vinna áfram að málinu.

4.Ungmennaráð - fundargerðir 2017-2018

Málsnúmer 1712001Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir ungmennaráðs 2017-2018. Nefndin leggur til að forstöðumaður frístunda- og íþróttamála komi með tillögu að verklagi um sameiginlega fundi félags- og tómstundanefndar og ungmennaráðs. Tillagan skal unnin í samráði við ungmennaráð.

Fundi slitið - kl. 11:00.