Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

142. fundur 12. maí 2009 kl. 09:15 - 11:01 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt og María Björk Ingvadóttir félagsmálastjóri, frístundastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál

Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer

Samþykkt eitt erindi. Sjá trúnaðarbók. Margrét Hallsdóttir, félagsráðgjafanemi, kynnti málið og vék svo af fundi.

2.Stefna í barnavernd 2006 - 2010

Málsnúmer 0905015Vakta málsnúmer

Stefna Barnaverndarnefndar Skagafjarðar kynnt. Félags- og tómstundanefnd lýsir fyrir sitt leyti ánægju með stefnu Barnverndarnefndar, sem er nýmæli og hin fyrsta sem nefndin setur sér.
Barnaverndarnefnd sendir stefnuna til ákvörðunar í sveitarstjórnum sveitarfélaganna sem að Barnaverndarnefnd standa, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

3.Reglur Barnaverndarnefndar um könnun, meðferð mála, umboð starfsmanna og fleira.

Málsnúmer 0905016Vakta málsnúmer

Drög að reglum fyrir barnaverndarstarf í Skagafirði kynntar.

4.Fegrun íþróttamannvirkja - átaksverkefni

Málsnúmer 0904053Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi kynnir fyrirhugað átaksverkefni um fegrun íþróttamannvirkja og umhverfis þeirra, sem styrkt er af Vinnumálastofnun. Nefndin fagnar þessu frumkvæði.

5.Samþykktir 69. Íþróttaþings ÍSÍ

Málsnúmer 0905011Vakta málsnúmer

Íþróttaþing ÍSÍ skorar á sveitarfélög að styðja dyggilega við starf íþróttahreyfingarinnar með framlögum til reksturs íþróttafélaga og niðurgreiðslu æfingagjalda barna og unglinga. Félags-og tómstundanefnd hefur lagt áherslu á að skerða sem minnst framlög til íþróttastarfs barna og unglinga. Vakin er athygli á að frítt er í sund fyrir börn yngri en 18 ára, búsett í sveitarfélaginu og í boði eru Hvatapeningar til niðurgreiðslu tómstunda,-íþrótta-og menningarstarfs barna og unglinga.

6.Atvinnumál í Skagafirði sumarið 2009

Málsnúmer 0904065Vakta málsnúmer

Byggðarráð hefur samþykkt að fela félags- og tómstundanefnd yfirumsjón með átaksverkefni vegna vaxandi atvinnuþarfa 16 ára -18 ára á komandi sumri. Nefndin telur mikilvægt að þau verkefni, sem hafa setið á hakanum og unglingar og ungmenni geta auðveldlega sinnt, verði sett í forgrunn í sumar, sérstaklega þau er lúta að fegrun í byggðakjörnum sveitarfélagsins.

7.Velferðarvaktin - vinnumarkaðsaðgerðir

Málsnúmer 0904021Vakta málsnúmer

Félagsmálaráðuneytið hvetur sveitarfélög til að nýta sér vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi. Nefndin tekur undir hvatninguna.

Fundi slitið - kl. 11:01.