Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

242. fundur 30. mars 2017 kl. 13:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri,
Dagskrá

1.Staðsetning hjólabrettagarðs

Málsnúmer 1703350Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um hjólabrettagarð á Sauðárkróki. Rætt um mögulega staðsetningu slíks garðs. Forsöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að vinna málið áfram í samvinnu við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og leggja málið aftur fyrir nefndina sem fyrst.

2.Reglur v. Hvatapeninga 2017

Málsnúmer 1703356Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Nefndin samþykkir breytingarnar.

3.Opnunartími sundlauga 2017

Málsnúmer 1703357Vakta málsnúmer

Rætt um opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi n.k. sumar. Forstöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að koma með tillögu á næsta fundi nefndarinnar.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Endurnýjun leyfis til daggæslu barna á einkaheimili

Málsnúmer 1702137Vakta málsnúmer

Samþykkt að veita Guðrúnu Gunnsteinsdóttur leyfi til daggæslu 5 barna á heimili sínu, enda uppfyllir hún öll skilyrði skv. reglugerð.

5.Dagforeldrar biðlistar

Málsnúmer 1703008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breyttum reglum um dagvistun barna á einkaheimilum. Breytingarnar fela í sér:

1) Hækkun niðurgreiðslna um 20%. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir börn foreldra sem eru giftir eða í sambúð var 244 kr. en verður nú 293 kr. fyrir hverja keypta klukkustund og fyrir börn foreldra sem eru einstæðir eða báðir í námi var upphæðin 307 kr. en verður nú 368 kr. fyrir hverja keypta klukkustund. Hámarksgreiðslur hækka samsvarandi um 20%.

2) Foreldrum sem ekki stendur til boða dagvistarpláss eða leikskólapláss geta sótt um foreldragreiðslur samsvarandi niðurgreiðslunum

3) Dagforeldrum eru tryggðar niðurgreiðslur sem svarar þremur börnum 3 X 64.922 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári

Aðrar breytingar lúta að málskotsrétti o.fl.

Reglurnar gildi frá 1. mars 2017

Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillögurnar með áorðnum breytingum og vísar málinu til byggðarráðs.

6.Trúnaðarbók félagsmál 2017

Málsnúmer 1701341Vakta málsnúmer

Fjallað um sex umsóknir, einni synjað, fimm samþykktar.

Lagt fram yfirlit um fjárhagsaðstoð 2016.

Fundi slitið - kl. 15:45.