Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

238. fundur 22. nóvember 2016 kl. 08:30 - 09:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Leiga íþróttahús - Króksblót 2016

Málsnúmer 1601259Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Páli Arnari Ólafssyni dags. 17.5.2016, fyrir hönd árgangs 63 um afslátt af leigugjaldi fyrir Íþróttahúsið á Sauðárkróki vegna Króksblót í febrúar 2016.

Félags- og tómstundanefnd hafnar erindinu.

2.Leiga á íþróttahúsi - sæluvikutónleikar 2016

Málsnúmer 1606033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, dags. 7.6.2016, þar sem óskað er eftir lækkun leigugjalds fyrir Íþróttahúsið á Sauðárkróki vegna menningarviðburðarins ÁRIÐ ER 2016.

Félags- og tómstundanefnd fellst á erindið og ákveður að húsaleiga skuli vera 100.000 kr.

3.Fjárhagsaðstoð 2016 Trúnaðarbók

Málsnúmer 1601321Vakta málsnúmer

Lögð fram og afgreidd 6 mál, einu máli frestað. Afgreiðslur færðar í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 09:45.