Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

224. fundur 02. nóvember 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir mannauðsstjóri
Starfsmenn
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri,
Dagskrá
Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat fundinn undir dagsrkárlið 1.
Bryndís Lilja Hallsdóttir sat fundinn undir dagskrárlið 2.
Þorvaldur Gröndal kom á fundinn og sat undir dagskrárliðum 5 - 12.

1.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Afgreidd 8 mál í trúnaðarbók.

2.Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára

Málsnúmer 1407046Vakta málsnúmer

Bryndís Lilja Hallsdóttir mætti á fundinn. Hún og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir tillögu að uppfærðri jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og leggja til að hún gildi til 2018. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar.

3.Rætur bs. undanþága frá íbúafjölda þjónustusvæða - upplýsingar

Málsnúmer 1510009Vakta málsnúmer

Bréf Velferðarráðuneytisins varðandi undanþágu frá íbúafjölda þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra, dags. 30 september 2015, lagt fram til kynningar.

4.Sumardvöl barna í Reykjadal

Málsnúmer 1509299Vakta málsnúmer

Samþykktur styrkur 93.800,- vegna sumardvala barna í Reykjadal, sumardvalarheimilis Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

5.Hvatapeningar

Málsnúmer 1510224Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir hvatapeninga til íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfs barna og ungmenna. Forstöðumanni íþrótta- og frístundamála falið að vinna að reglum með það að markmiði að einfalda reglur um hvatapeninga og gera fyrirkomulagið aðgengilegra. Frekari umræðum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.Styrkir málaflokks 06 - árin 2010-2015

Málsnúmer 1510223Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit fjárveitinga og styrkja til íþróttastarfs og íþróttamannvirkja

7.Hús frítimans 2014-2015

Málsnúmer 1510220Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um starfsemi Húss frítímans starfsárið 2014-2015.

8.Sumar-TÍM 2015

Málsnúmer 1510232Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um starfsemi sumar TÍM sumarið 2015.

9.Sundlaugar sveitarfélagsins

Málsnúmer 1510231Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit aðsóknar að sundstöðum sveitarfélagsins. Yfirlitið mun nýtast við ákvarðanatöku við gerð fjárhagsáætlunar.

10.Vinnuskóli 2015

Málsnúmer 1510230Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um starfsemi vinnuskólans sumarið 2015.

11.Fjárhagsáætlun 2016 - málaflokkur 02

Málsnúmer 1510225Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir gjaldaliði félagsmála, málafl. 02.

12.Fjárhagsáætlun 2016 - málaflokkur 06

Málsnúmer 1510222Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir gjaldaliði frístundamála, málafl. 06.

Fundi slitið.