Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

217. fundur 04. febrúar 2015 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varam.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri, Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir dagskrárliðum 1-4.
Herdís Á. Sæmundardóttir vék af fundi þegar mál 1502002 Fjárhagsaðstoð var tekið fyrir og tók þá Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi sæti á fundinum og gerði grein fyrir umsóknum.

1.Gjaldskrá Húss Frítímans 2015

Málsnúmer 1501039Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá Hús frítímans. Nefndin samþykkir tillöguna.

2.Skýrslur styrkþega í 06 fyrir árið 2014

Málsnúmer 1412066Vakta málsnúmer

Rætt um þá fjölmörgu samninga um styrki sem veittir eru úr málaflokki 06. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að styrkþegar skuli framvegis skila skýrslu til nefndarinnar þar sem fram kemur hvernig styrkirnir eru nýttir. Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kallar eftir skýrslum þessum.

3.Styrkbeiðni bogfimi

Málsnúmer 1501296Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Bogfimideild Tindastóls um styrk til kaupa á bogfimimörkum. Nefndin samþykkir að veita krónur 250.000 til deildarinnar. Fjármunir til kaupanna teknir af gjaldalið ársins 2014, 06 6890.

4.Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 1501295Vakta málsnúmer

Lagt er til að skipaður verði starfshópur innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem komi með tillögu að uppbyggingu vetraríþróttaaðstöðu á Sauðárkróki. Í starfshópnum skulu sitja:
1. Formaður félags- og tómstundanefndar sem stýrir fundum
2. Einn frá veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins
3. Einn frá fjölskyldusviði sveitarfélagsins
4. Einn frá Árskóla
5. Tveir frá Ungmennafélaginu Tindastóli
6. Einn frá UMSS
Starfshópurinn skal koma með tillögu til félags- og tómstundanefndar um staðsetningu sem og gerð mannvirkisins. Stefnt skal að því að tillögur liggi fyrir í febrúar.
Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við tillöguna og gerir athugasemd við skipan í starfshópinn, telur að höfða þurfi til breiðari hóps.
Tillagan samþykkt.

5.Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu.

Málsnúmer 1501302Vakta málsnúmer

Námskeiðið, sem haldið verður 21. apríl á Sauðárkróki, kynnt og hvatt til þess að aðal- og varamenn, ásamt starfsmönnum sitji námskeiðið.

6.Umræðu- og upplýsingafundur um yfirfærslu málefna fatlaðra 19. febrúar 2015

Málsnúmer 1501228Vakta málsnúmer

Umræðu- og upplýsingafundur um yfirfærslu málefna fatlaðra verður haldinn þann 19. febrúar n.k. í Reykjavík á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

7.Rekstrarkostnaður v/ félagsþjónustu sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1412107Vakta málsnúmer

Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagðar fram.

8.Styrkumsókn Félag eldri borgara í Skagafirði

Málsnúmer 1410093Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Nefndin samþykkir að veita kr. 250.000 til félagsins.

9.Styrkumsókn - starf eldri borgara Löngumýri

Málsnúmer 1411206Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk frá starf eldri borgara á Löngumýri. Nefndin samþykkir að veita kr. 100.000 til félagsins.

10.Félag eldri borgara Hofsósi styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 1502001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk frá starf eldri borgara á Hofsósi. Nefndin samþykkir að veita kr. 100.000 til félagsins.

11.Rætur - fundagerðir þjónustuhóps 2014

Málsnúmer 1401222Vakta málsnúmer

Fundargerðir þjónustuhóps Róta frá júlí til desember 2014 lagðar fram.

12.Fjárbeiðni Stígamóta 2015

Málsnúmer 1412204Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk til Stígamóta. Nefndin telur sér ekki fært að verða við beiðninni að sinni.

13.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2015

Málsnúmer 1410184Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk til Kvennaathvarfsins. Nefndin samþykkir að veita krónur 75.000.

14.Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1502020Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir drög að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð. Drögin verða unnin frekar og rædd aftur síðar á vettvangi nefndarinnar.

15.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Samþykkt aðstoð í fimm málum, sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 15:00.