Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

206. fundur 26. mars 2014 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar og sviðsstjóri viku af fundi fyrir 7. dagskrárlið.
Drífa Andrésdóttir kom á fundinn til að kynna samantekt um fjárhagsaðstoð 2013.

1.Atvinnulífssýning 2014

Málsnúmer 1403272Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon kynnti fyrirhugaða atvinnulífs- og mannlífssýningu.

2.Laun í vinnuskóla 2014

Málsnúmer 1403271Vakta málsnúmer

Rætt um forsendur launa og tímafjölda í vinnuskóla sumarið 2014. Sviðsstjóra og forstöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að koma með útfærða tillögu á næsta fundi nefndarinnar sem tekur mið af samþykktri fjárhagsáætlun.

3.Opnunartími sundlauga sumar 2014

Málsnúmer 1403270Vakta málsnúmer

Lagt er til að opnunartími sundlauga á Sauðárkróki og í Varmahlíð verði óbreyttur milli ára en á Hofsósi tæki sumaropnun gildi um 2 vikum fyrr, eða 20. maí. Þetta er gert til að mæta aukinni aðsókn í laugina. Þá samþykkir nefndin að auglýst verði eftir starfsmanni við Sólgarðalaug.

4.Opnunartími sundlauga um páska 2014

Málsnúmer 1403269Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um opnunartíma sundlauga í Skagafirði yfir páskana. Nefndin samþykkir tillöguna.

5.Tillaga um endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1311314Vakta málsnúmer

Drífa Andrésdóttir og Gunnar Sandholt gerðu grein fyrir tölum um fjárhagsaðstoð 2013. Nefndin ákveður að aðalmenn haldi sérstakan vinnufund og komi með tillögur varðandi endurskoðun reglna í kjölfar frekari greiningar á upplýsingum úr trúnaðarbók.

6.Rætur - fundagerðir þjónustuhóps 2014

Málsnúmer 1401222Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnir fundargerðir þjónustuhóps Róta bs um málefni fatlaðra.

7.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók

Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer

Samþykkt erindi í 5 málum, sjá trúnaðarbók

Fundi slitið - kl. 15:00.