Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

202. fundur 02. desember 2013 kl. 12:00 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri
Dagskrá
Þorvaldur Gröndal yfirgaf fund eftir fyrsta dagskrárlið. Ótthar Edvardsson yfirgaf fund eftir þriðja dagskrárlið. Herdís Sæmundardóttir og áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn fyrir umræðu um trúnaðarmál.

1.Fjárhagsáætlun félags- og tómstundanefndar 2014

Málsnúmer 1310267Vakta málsnúmer

Kynntar voru tillögur að fjárhagsáætlun málaflokka 02 og 06 fyrir árið 2014. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina með smávægilegum breytingum og vísar henni til byggðarráðs.

2.Reglur um afreksíþróttasjóð barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1311319Vakta málsnúmer

Kynnt voru drög að reglum um afreksíþróttasjóð barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

3.Styrkbeiðni - Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Málsnúmer 1305213Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að verða við meðfylgjandi ósk um styrk að upphæð kr. 25.000.- fyrir hvern einstakling, alls kr. 100.000.-.

4.Tillaga um endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1311314Vakta málsnúmer

Lagt er til að reglur sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð verði yfirfarnar og endurskoðaðar. Vinnu þessari verði hraðað og endurskoðun lokið fyrir 10. febrúar 2014.

5.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók

Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer

Samþykkt fjárhagsaðstoð í þremur málum. Einu máli frestað. Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 14:30.