Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

112. fundur 11. nóvember 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  112 – 11. nóvember 2007

 
 
Ár 2007, sunnudaginn 11. nóvember,  var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar  kl. 13:15 í Ráðhúsinu. Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, af hálfu starfsmanna Ivano Tasin, Gunnar M. Sandholt og María Björk Ingvadóttir, sem skrifuðu fundargerð.
 
dagskrá
1.      Fjárhagsáætlun félagsmála fyrir 2008
2.      Fjárhagsáætlun frístundamála fyrir 2008
3.      Önnur mál
 
Afgreiðslur
 
1.      Félags- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur félagsmálastjóra að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, og vísar þeim til Byggðarráðs. Útgjöld samkvæmt tillögunum eru áætluð kr. 249.751.000 kr. Útgjaldaaukning er rúm 7#PR. milli áætlana 2007/2008. Gert ráð fyrir óbreyttri þjónustu í meginatriðum.  
Tekjuaukning gæti verið meiri, en ekki liggur ljóst fyrir hver hún verður endanlega.

Eftir er að taka ákvörðun um félagsstarf eldri borgara, og nokkra liði sem nefndin hefur ekki með að gera, svo sem niðurgreiðslur leikskólagjalda, niðurgreiðslur vegna aldraðra og öryrkja og nefndarlaun.
Nefndin fjallaði sérstaklega um niðurgreiðslur til foreldra vegna dagvistunar á einkaheimilum. Nefndin leggur til við Byggðarráð að fjárveiting til þess gjaldaliðar hækki um 2,7 milljónir í því augnamiði að jafna greiðslubyrði foreldra sem hafa börn hjá dagmæðrum og á leikskóla. Formanni og félagsmálastjóra falið að ræða við dagmæður til að tryggja að hækkun niðurgreiðslna komi foreldrum til góða.
Fjallað var sérstaklega um Dagvistun aldraðra og félagsmálastjóra falið að afla frekari upplýsinga um aukna þjónustuþörf.
Fjallað um starfsendurhæfingu sem rætt er um að koma á laggirnar í samvinnu við Heilbrigðisstofnunina og fleiri aðila í Skagafirði. Málið verði rætt frekar á næsta fundi.

 
 
2.      Frístundastjóri kynnir fyrstu drög fjárhagsáætlunar frístundasviðs.
 
3.      Önnur mál,  engin.
 
Fundi slitið kl. 17.24.