Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

95. fundur 09. nóvember 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 95 – 9.11.2006
 
            Ár 2006, fimmtudaginn 9. nóvember var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.  
            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt og María Björk Ingvadóttir
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.
dagskrá:
  1. Fjárhagsáætlun félagsmála fyrir 2007.
  2. Fjárhagsáætlun íþróttamála fyrir 2007
  3. Fjárhagsáætlun æskulýðs- og tómstundamála fyrir 2007
 
 Afgreiðslur: 
  1. Lögð fram áætlun forstöðumanna og sviðsstjóra. Nefndin leggur til lækkun á gjaldaliðum l120 og 130  um  333.000 kr. og gjl.  160 um 400.000, samtals lækkun um 800 þús kr. Jafnframt óskar nefndin eftir nánari skoðun á gjl. 190. Að öðru leyti er áætlunin send Byggðaráði með fyrirvara um breytingar á síðari stigum.
  2. Lögð fram áætlun forstöðumanna og íþróttafulltrúa. Nefndin felur sviðsstjóra að yfirfara launaáætlun Íþróttahússins, en sendir að öðru leyti áætlunina til Byggðaráðs með fyrirvara um frekari breytingar á síðari stigum.
  3. Lögð fram áætlun æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Nefndin felur formanni að yfirfara áætlunina með hliðsjón af umræðum á fundinum um íþrótta- og tómstundastyrki og aðstöðu til samþætts frítímastarfs.

    Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 17.10.