Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

94. fundur 07. nóvember 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 94 –  7.11.2006
 
            Ár 2006, þriðjudaginn 7. nóvember var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:15 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.  
            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt og Aðalbjörg Hallmundsdóttir
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.
dagskrá:
  1. Greinargerð um stöðu úttektar á aðgengi fatlaðra
  2. Trúnaðarmál
  3. Umræða um gerð fjárhagsáætlunar, tímasetningar funda o.fl.
  4. Erindi frá Skagafjarðardeild RKÍ um tómstundastarf fyrir fatlaða
  5. Erindi frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu um tilraunaverkefnið “Hreyfing fyrir alla”
  6. Önnur mál
  Afgreiðslur: 
  1. Kristján Kristjánsson, starfsmaður sveitarfélagsins, og Jón Örn Berndsen, byggingafulltrúi, mættu á fundinn og gerðu, ásamt Gunnari Sandholt, grein fyrir framvindu úttektar á aðgengismálum fatlaðra. Unnið er að úttekt á byggingum í eigu sveitarfélagsins í fyrsta áfanga og er skráning nokkuð á leið komin. Nefndin ákveður að taka málið fyrir aftur á fundi eftir tvær vikur. Í framhaldi af því verður lögð fram áfangaskýrsla til sveitarstjórnar. KK og JÖB viku af fundi.
  2. Aðalbjörg Hallmundsdóttir kom á fundinn. Samþykkt 2 erindi í einu máli, einu erindi synjað í öðru máli.
  3. Ákveðið að fjalla um fjárhagsáætlun á aukafundi kl. 15.00 n.k. fimmtudag.
  4. Samþykkt að veita 200.000 kr til verkefnisins, sem liðs í félagslegri liðveislu. Greiðist af gjaldalið 02130. Tekin verður afstaða til frekari stuðnings við verkefnið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
  5. Ekki þótti svigrúm til að taka þátt í verkefninu að svo komnu máli.
  6. Lögð fram beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk.
    Samþykkt að veita 50.000 kr. af gjaldalið 02890.

    Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 17.10.