Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

87. fundur 03. júlí 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 87 –  3.07.2006

 
            Ár 2006, mánudaginn 3. júlí var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 10:30 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Katrín María Andrésdóttir.

            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt
Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.


Dagskrá: 
  1. Akstursþjónusta fyrir fatlaða
  2. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
  1. Kynnt hefur verið niðurstaða verðkönnunar vegna aðkeyptrar akstursþjónustu fatlaðra.  Byggðarráð hefur látið kanna þetta mál að beiðni Félags- og tómstundanefndar og vísaði þann 6. júní s.l. niðurstöðunni á ný til félags- og tómstundanefndar til frekari ákvörðunar.
    Félags- og tómstundanefnd hefur nú yfirfarið verðhugmyndir Suðurleiða og Hópferðabíla Skagafjarðar vegna akstursþjónustu fyrir fatlaða í Skagafirði. Til grundvallar umfjölluninni hafa einnig legið verðkönnunargögn sem unnin voru fyrir nefndina fyrr á árinu með ítarlegri verklýsingu og minnisblöð sviðsstjóra fjármálasviðs með kostnaðarútreikningum miðað við að sveitarfélagið ræki áfram þjónustuna eftir kaup á nýrri bifreið, sjá minnisblöð dags. 30. júní s.l.
    Verðsamanburður sýnir að kostnaður gæti orðið svipaður ef sveitarfélagið sjálft annaðist þjónustuna áfram, en þó líklega ívið hærri heldur en verðhugmyndir fyrirtækjanna. Nefndin telur á hinn bóginn að mikill ávinningur geti orðið af því að gera rekstrarsamning við fyrirtæki um að annast þessa þjónustu. Ávinningurinn af slíku fyrirkomulagi er m.a. að rekstrarforsendur hvers ár eru ljósari, kostnaður vegna afleysinga eða annarra ófyrirséðra atvika fellur ekki á sveitarfélagið, sjálfur rekstur bifreiðarinnar er á hendi aðila sem er sérfróður um slíka starfsemi meðan starfsmenn sveitarfélagsins, sem eru fagmenn á sviði þjónustu við fólk með fötlun, geta einbeitt sér að meta þjónustuþörf og gæði þjónustunnar. Fyrirtæki í hópferðakstri hafa á að skipa nokkrum bifreiðastjórum og hafa þannig betri möguleika á sveigjanlegri þjónustu ef vel tekst til. Auk þess má almennt líta á það sem kost ef sveitarfélagið getur styrkt atvinnulíf í héraði með því að leggja út verkefni sem einkaaðili getur unnið jafn vel eða betur. 
    Í ljósi þessa mælir Félags- og tómstundanefnd með því við Byggðarráð að gengið verði til samninga við Suðurleiðir um að annast akstursþjónustu fyrir fatlaða í Skagafirði en fyrirtækið lagði fram hagstæðari verðhugmyndir en samkeppnisaðilinn.
 
  1. Engin
 Upplesið, staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl.11.15