Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

80. fundur 04. apríl 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 4. apríl var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt, Aðalbjörg Hallmundsdóttir undir lið nr. 1, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson undir liðum nr. 2 - 3.
Gunnar M. Sandholt og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir önnuðust ritun fundargerðar.
 
Dagskrá: 
  1. Trúnaðarmál.
  2. Styrkir til æskulýðs- og tómstundamála
  3. Styrkir til íþróttamála
  4. Jafnréttismál
  5. Reglur um fjárhagsaðstoð og Reglur um niðurgreiðslu daggæslu barna á einkaheimilum
  6. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
  1. Synjað tveimur beiðnum um fjárhagsaðstoð í tveimur málum.
 
  1. Úhlutað eftirfarandi styrkjum til æskulýðsmála:
Verkefni
Þús. kr.
Styrkur til danskennslu 5 ára barna
48
Allt hefur áhrif
160
Nálgumst í íþróttum
400
Útideild
450
Ungmennaskiptaverkefni
100
 
Synjað var beiðni Íþróttaskólans um 600 þús kr. viðbótarstyrk vegna námsskrárgerðar. Æskulýðs- og tómstundafulltrúa ásamt íþrótta- og fræðslufulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn íþróttaskólans um skipulag og stefnu skólans.
Frestað var ákvörðun um kr. 350.000,-. styrkbeiðni frá Skátafélaginu Eilífsbúum.
Samþykkt tillaga æskulýðs- og tómstundafulltrúa um skiptingu fjárveitingar til annarra forvarnaverkefna:

Maríta-verkefnið
300
Óvissuferð 10. bekkjar
50
Stelpu/strákahópur
150

3.  Styrkir til íþróttamála.

            Haraldur Þ. Jóhannsson, form UMSS mætti á fundinn Úthlutað var eftirfarandi   styrkjum til íþróttamála: Harpa Kristinsdóttir tók ekki þátt í umfjöllun um     þennan dagskrárlið.  
 
            Félags- og tómstundanefnd samþykkir eftirfarandi skiptingu
      á gjaldalið 06630 “Aðrir íþróttavellir”:

Verkefni:
þús. kr.
Vindheimamelar, skv. ákvörðun byggðaráðs
3.000
Golfklúbbur Sauðárkróks.skv. samningi
3.000
Íþróttavellir Steinstaða og Varmahlíðar, rekstur
400
Íþróttavöllur að Hólum, rekstur
100
Íþróttasvæði Ósmanns, framkvæmdastyrkur
200
Golfvöllur GSS, framkvæmdastyrkur
400
Íþróttasvæði Svaða, framkvæmdastyrkur
100
Íþróttasvæði Léttfeta, framkvæmdastyrkur
300
Íþróttasvæðið Hofsósi, framkvæmdastyrkur
200
Íþróttavöllur Varmahlíð, framkvæmdastyrkur
200
Íþróttasvæði Vélhjólaklúbbs,framkvæmdastyrkur
265
Samtals
8.165
 
      Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillögu UMSS og fræðslu- og íþróttafulltrúa um úthlutun styrkja að upphæð 10.000.000 kr. til íþróttahreyfingarinnar af gjaldalið 06890:       
 
Verkefni:
þús. kr.
UMF Tindastóll, rekstrarstyrkur
6.120
UMF Neisti, rekstrarstyrkur
702
Ungmenna- og íþróttafél. Smári, rekstrarstyrkur
783
Hestamannafélagið Léttfeti, rekstrarstyrkur
414
Hestamannafélagið Stígandi,rekstrarstyrkur
342
Hestamannafélagið Svaði, rekstrarstyrkur
324
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar, rekstrarstyrkur
243
Skákklúbbur Sauðárkróks, rekstrarstyrkur
72
Samtals
10.000
     
      Harpa Kristinsdóttir tók þátt í fundarstörfum á ný.
 
  1. Jafnréttismál. 14 konur sóttu námskeiðið ,,Konur - við konur sem haldið var 31. mars - 1. apríl sl. Farskólinn hafði veg og vanda af námskeiðinu. Félags- og tómstundanefnd þakkar þátttakendum og starfsmönnum Farskólans fyrir ánægjulegt og gagnlegt námskeið.
Enn hafa ekki borist athugasemdir frá öllum fastanefndum vegna endurskoðunar jafnréttisáætlunar. Formanni falið að taka saman drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun.
 
  1. Reglur um fjárhagsaðstoð og reglur um daggæslu á einkaheimilum. Lagðar fram leiðbeinandi reglur félagsmálaráðuneytisins um reglur vegna fjárhagsaðstoðar. Farið yfir núverandi reglur. Nefndin ákveður að taka reglurnar til endurskoðunar og felur starfsmönnum að útfæra tillögur sem byggja á leið B í leiðbeiningum ráðuneytisins og taka til viðmiðunar atriði sem komu fram í umræðum á fundinum. Jafnframt ákvað nefndin að taka til endurskoðunar  reglur um niðurgreiðslur vegna dagvistunar barna á einkaheimilum. Starfsmönnum sömuleiðis falið að taka saman tillögur að nýjum reglum í ljósi umræðna á fundinum.
 
6.   Önnur mál.
a)         Tekið fyrir bréf frá 3. flokki knattspyrnudeildar UMFT, dags. 15. mars 2006,  þar sem óskað er eftir styrk til Noregsferðar.
Félags- og tómstundanefnd vill að fram komi að styrkjum til íþróttamála er veitt til íþróttafélaganna sjálfra en ekki til einstakra verkefna.  Jafnframt er erindinu vísað áfram til Byggðarráðs til frekari umfjöllunar en Byggðarráð tekur ákvarðanir um fjárveitingar til vinabæjarsamskipta. Í því sambandi minnir félags- og tómstundanefnd á bókun sína frá 7. febrúar sl. þar sem fram kemur nauðsyn þess að setja reglur um styrkveitingar til vinabæjasamskipta.
 
b)         Tekið fyrir erindi sem vísað var til nefndarinnar frá fundi Atvinnu- og ferðamálanefnd, dags. 29. mars 2006, varðandi rýmkaðan opnunartíma sundlaugarinnar á Sauðárkróki og stefnumörkun varðandi opnunartíma íþróttamannvirkja til að mæta þörfum ferðaþjónustu.
Ákveðið að óska eftir því að forstöðumenn sundlaugar og íþróttarhúss á Sauðárkróki og sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs komi til fundar um þessi mál.
 
 
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið 17:52