Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

78. fundur 07. mars 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 7. mars var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:30 í Ráðhúsinu.
Mættir: Harpa Kristinsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Þórdís Friðbjörns­dóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Soffía Jónsdóttir, félagsráðgjafar­nemi, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson.
Gunnar M. Sandholt og Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.
 
dagskrá: 
  1. Trúnaðarmál.
  2. Umsögn um frumvarp til nýrra æskulýðslaga.
  3. Fræðsluráðstefna Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem haldin verður 23. - 24. mars 2006
  4. Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, endurskoðun.
  5. Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  6. Önnur mál.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Samþykkt eitt erindi í einu máli.
 
Soffía Jónsdóttir vék af fundi. María Björk og Rúnar komu á fundinn.
 
  1. Lögð fram drög formanns að umsögn um frumvarp til æskulýðslaga, 434. mál, lagt fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005-2006. Umsögnin samþykkt með áorðnum breytingum sem fram komu í umræðum. Æskulýðs- og tómstundafulltrúa falið að senda umsögnina til Alþingis.
 
  1. Rætt um þátttöku í Fræðsluráðstefnunni af hálfu nefndarmanna, starfsmanna og áheyrnarfulltrúa.
 
  1. Áfram unnið að endurskoðun áætlunarinnar. Beðið er eftir umbeðnum athugasemdum frá nefndum, ákveðið að ítreka beiðnina við þær nefndir sem enn hafa ekki sett erindið á dagskrá.
 
  1. Frestað
 
  1. Engin
 
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 15:55.