Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

68. fundur 27. september 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 68 –  27.09.2005

 
            Ár 2005, þriðjudaginn 27. september var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
 
            Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir og Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson. Áskell Heiðar Ásgeirsson sat fundinn undir 1. dagskrárlið.
 
dagskrá:
  1. Könnun á viðhorfum Skagfirðinga til þjónustu og búsetu
  2. Forvarnasamstarf við FNV og RKÍ
  3. Sundlaug Sauðárkróks
  4. Námskeið fyrir starfsmenn málefna fatlaðra og heimaþjónustu, framhald umræðna frá síðasta fundi
  5. Trúnaðarmál
  6. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
  1. Áskell Heiðar Ásgeirsson gerir grein fyrir undirbúningi á vegum Atvinnu- og ferðamálanefndar vegna könnunar um viðhorf íbúa til þjónustu. Málaleitan atvinnu- og ferðamálanefndar er einnig að fagnefndir taki þátt í kostnaði vegna könnunar ef af verður.
    Nefndin tekur jákvætt í að taka þátt í undirbúningi og kostnaði vegna slíkrar könnunar varðandi þá þjónustuþætti er snerta ábyrgðarsvið nefndarinnar.
  2. Rætt áfram um forvarnaverkefni í samstarfi við FNV og RKÍ
  3. Ræddar að nýju tillögur Starfshóps um uppbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks, sem fram voru lagðar í skýrslu janúar 2005, sbr. 3gja ára áætlun.  Nefndin felur formanni og starfsmönnum að undirbúa frekari umræður varðandi fjármögnunarleiðir og forgangsröðun.
  4. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að koma til móts við verkefnið með því að greiða launakostnað þeirra starfsmanna sem myndu sækja námskeiðið og afleysingakostnað vegna þeirra, enda gera kjarasamningar ráð fyrir slíku. Sviðsstjóra falið að skipuleggja þáttöku starfsmanna í samvinnu við forstöðumenn þannig að kostnaður rúmist innan fjárhagsramma og taka tillit til þessa við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Ásdís Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
  5. Samþykkt ein beiðni um niðurgreiðslu daggæslukostnaðar á einkaheimili.
  6. Önnur mál engin.
 
Upplesið, staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 16.40