Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

65. fundur 29. ágúst 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 65 –  29.08.2005

 
 
            Ár 2005, mánudaginn 29. ágúst var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 17:00 í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir auk starfsmanna, Rúnars Vífilssonar undir dagskrárliðum 1-3, Maríu Bjarkar Ingvadóttur undir dagskrárlið 6 – 8, Aðalbjargar Hallmundsdóttur, undir liðum 1 – 6 og Gunnars M. Sandholt, sem ritaði fundargerð.
 
 
dagskrá:
  1. Hljóðkerfi í íþróttahús
  2. Lögð fram umsókn um styrk vegna landsliðsferðar
  3. Bréf frá Smára um sparkvöll
  4. Trúnaðarmál
  5. Umsókn um leyfi til dagvistar á einkaheimili
  6. Húsnæðismál
  7. Vinnuskólinn, verklok og staða
  8. Verkefnið “Allt skiptir máli – einkum við sjálf” í samvinnu við Lýðheilsustöð
  9. Önnur mál
 
 
afgreiðslur:
 
  1. Byggðarráð heimilaði á fundi sínum 9.8.05 að gengið yrði til samninga vegna hljóðkerfis og hefur nú verið tekið tilboði upp á 2,2 millj. kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar þessa árs að hluta. Nefndin mun miða við að áætlun næsta árs taki til svipaðrar upphæðar.
 
  1. Fyrir liggja tvær umsóknir, önnur frá Helgu Einarsdóttur og var hún samþykkt. Ákveðið að fresta ákvörðun varðandi hina umsóknina, sem er frá umsækjanda eldri en 18 ára, og fá frekari upplýsingar um aðkomu afreksmannasjóðs UMSS að slíkum umsóknum.

Harpa Kristinsdóttir kom á fundinn.

 
  1. Kynnt bréf frá UMF Smára varðandi sparkvöll í Varmahlíð. Nefndin ákveður að fresta umfjöllun þar til fjallað verður um nýframkvæmdir við gerð fjárhagsáætlunar.
 
  1. Samþykkt ein beiðni um fjárhagsaðstoð, sjá trúnaðarbók.
 
  1. Samþykkt að veita Sigrúnu Pétursdóttur, Kvistahlíð 19, bráðabirgðaleyfi til að taka allt að 3 börn í dagvistun, 2 f.h. og 3 e.h., sbr. þó aldursmörk reglugerðar.
 
  1. Staðfestar úthlutanir félagslegra leiguíbúða: Kvistahlíð 9, 2gja herb., Kvistahlíð 17, 2gja herb., Skógargata 2, 4gra herb. og Víðimýri 10, 3gja herb., sjá innritunarbók.
 
 
  1. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir starfslokum vinnuskólans sumarið 2005.
 
  1. Kynnt áætlun verkefnisins “Allt skiptir máli – einkum við sjálf”. Þáttur sveitarfélagsins er að mynda stýrihóp sem heldur utan um framkvæmd verkefnisins í héraðinu.  Nefndin skipar æskulýðs- og tómstundafulltrúa sem sinn fulltrúa í stýrihópinn, og ákveður að leita eftir tilnefningu skólastjórnenda leik- og grunnskóla (2), foreldra (1), unglinga (1) og  fulltrúa íþróttahreyfingarinnar (1) auk heilsugæslunnar (1). Hópurinn geti svo kallað til aðra eftir þörfum til að fylgja framkvæmd eftir.
 
  1. Önnur mál:
a.       Kynnt rekstrarstaða málaflokkanna.
b.      Lagt fram þakkarbréf frá Knattspyrnuskóla Íslands vegna Króksmóts.
c.       Lagt fram þakkarbréf frá foreldrum barna í Fljótum vegna styrks til leikja- og íþróttanámskeiðs barna
d.      Rædd staða Geymslunnar, forvarnaverkefnis.
e.       Greint frá ráðningarmálum í Félagsmiðstöðinni Friði.
 
Fleira ekki gjört, upplesið og staðfest rétt bókað, fundi slitið kl 19:00.