Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

43. fundur 01. júlí 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 43 –  01.07.2004
 
Ár 2004, fimmtudaginn 1. júlí kl. 16.00 var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Harpa Kristinsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson og Gunnar Sandholt.
 
 
dagskrá:
Æskulýðs og tómstundamál
1.      Lagt fram bréf formanns og framkvæmdastjóra Unglingalandsmótsnefndar, dags. 20. júní 2004 varðandi aðstöðu fyrir strandblak á Sauðárkróki.
2.      Lagt fram bréf  Sveins Sveinssonar, hrl. fyrir hönd Sparisjóðs Húnaþings og Stranda, um leigusamning milli sparisjóðsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi Aðalgötu 20 (Geymsluna); einnig bréf Sigurðar Baldurssonar fyrir hönd nýrra eigenda húsnæðisins, þar sem leigusamningi er sagt upp frá og með 1. júlí að telja og þess óskað að húsnæðið verði rýmt 1. september 2004.
 
Íþróttamál
3.      Samningur milli KSÍ og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingu sparkvallar.
4.      Yfirlit um kostnað sveitarfélagsins vegna einstakra keppnisgreina landsmótsins.
 
Önnur mál


afgreiðslur:
  1. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gerð verði aðstaða til strandblaks á svæðinu milli sundlaugarinnar og manarinnar. Kostnaðarhlutur sveitarfélagsins verður 85 þúsund kr. og verður hann greiddur af gjaldalið 06-120. Aðrir aðilar hafa heitið stuðningi við framkvæmdina m.a. Steinullarverksmiðjan, Króksverk og Unglingalandsmótsnefndin og eru þeim aðilum færðar þakkir fyrir.
  2. Húsaleigusamningi sveitarfélagsins fyrir hönd Geymslunnar hefur verið sagt upp. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir. Starfsmönnum er falið að finna húsnæði fyrir starfsemina en sveitarfélagið hefur skuldbundið sig til að sjá Geymslunni fyrir húsnæði.
  3. KSÍ hefur fallist á umsókn sveitarfélagsins um 1 sparkvöll (sótt var um 2) og ákveðið að hann skuli staðsettur á Hofsósi. Félags- og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til Byggðarráðs.
  4. Lagt fram minnisblað fræðslu- og íþróttafulltrúa vegna kostnaðar við einstakar greinar landsmótsins en sveitarfélaginu ber að standa straum af nokkrum kostnaði vegna þessa, sbr. samning við UMSS þar um. Áætlaður kostnaður samanlagt er á bilinu 500 – 700 þús krónur og var gert ráð fyrir þeim upphæðum á ýmsum gjaldaliðum fjárhagsáætlunar 2004. Nefndin staðfestir áætlunina fyrir sitt leyti.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.08