Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

40. fundur 02. júní 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 40 –  02.06.2004
 
Ár 2004, miðvikudaginn 2. júní kl. 15.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir og Harpa Kristinsdóttir.   Áheyrnarfulltrúar: Örn Ragnarsson og Haraldur Jóhannsson.
Af hálfu starfsmanna:  Rúnar Vífilsson og Gunnar Sandholt, sem ritaði fundargerð.
 
 
dagskrá:


Íþróttamál
1.      Lagt fram bréf frá sunddeild UMFT um sveigjanlegri mótatíma
2.      Endurnýjun leigusamnings við FNV vegna íþróttahúss
3.      Lagt fram bréf vegna sjómannadagsins 2005, leiga á íþróttahúsi
4.      Erindi frá Skákfélaginu Hróknum
5.      Uppkast að samningi við UMF Smára
6.      Erindi frá UMF Hjalta
7.      Landsmót UMFÍ 2004: ýmis framkvæmdaatriði
8.      Upphaf viðræðna við UMFT um rekstur íþróttahúss


Æskulýðsmál
9.      Vinnuskólinn: garðsláttur fyrir eldri borgara
 
Húsnæðismál
10.  Úthlutun viðbótarlána
11.  Úthlutun leiguíbúðar
 
Félagsmál
12.  Trúnaðarmál
 
afgreiðslur
               Áheyrnarfulltrúar íþróttahreyfingarinnar boðnir velkomnir á sinn fyrsta fund.
 
1.      Íþróttafulltrúa falið að ræða við bréfritara og forstöðumann sundlaugar og finna lausn á málinu sem báðir geta við unað.
2.      Nefndin felur íþróttafulltrúa að óska eftir viðræðum við stjórnendur FNV um endurskoðun samnings um afnot FNV af íþróttahúsinu.
3.      Bréfritarar óska eftir aðstöðu fyrir hátíðahöld í íþróttahúsinu. Nefndin tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess þar til niðurstaða er fengin um rekstur íþróttahússins.
4.      Beiðni um fjárstyrk hafnað.
5.      Nefndin samþykkir samningsdrögin við UMF Smára fyrir sitt leyti.
Samningsupphæð er 350.000 kr. og tekin af gjaldaliðnum Íþróttavellir utan Sauðárkróks.
6.      Erindi Hjalta hafði áður verið frestað en er nú tekið fyrir á ný. Samþykktur framkvæmdastyrkur til  UMF Hjalta vegna vallarframkvæmda að upphæð 350.000 kr. sem teknar eru af gjaldaliðnum Íþróttavellir utan Sauðárkróks
7.      Farið yfir ýmis framkvæmdaatriði varðandi Landsmót. Ákveðið að veita 250.000 kr. til Skotfélagsins Ósmanns vegna vallarframkvæmda, tekið af liðnum Íþróttavellir utan Sauðárkróks.
8.      Starfsmenn greina frá fyrsta viðræðufundi milli aðalstjórnar UMFT og sveitarfélagsins um rekstur íþróttahúss á Sauðárkróki.
 
Áheyrnarfulltrúar viku af fundi.
 
9.      Vegna fyrirspurna um garðaslátt á vegum Vinnuskólans kemur fram að stjórnendur hans telja að hvorki verkefnastaða né fjárveiting gefi svigrúm til þessara verkefna. Vinnuskólinn sá heldur ekki um garðaslátt í fyrra sumar. Nefndin staðfestir þessa niðurstöðu
10.  Samþykkt úthlutun þriggja viðbótarlána, sjá innritunarbók, með fyrirvara um að viðbótarheimild fáist
11.  Samþykkt úthlutun leiguíbúðar í Skógargötu 2, sjá innritunarbók
12.  Samþykktar tvær beiðnir um fjárhagsaðstoð í tveimur málum, sjá trúnaðarbók.
 
Fundi slitið klukkan 16.50
 
Upplesið og staðfest rétt bókað