Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

39. fundur 18. maí 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 39 –  18.05.2004
 
Ár 2004, þriðjudag 18. maí kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Hrafnhildur Guðjónsdóttir, María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson og Gunnar Sandholt, sem ritaði fundargerð.
 
dagskrá:


       Húsnæðismál
1.      Umsóknir um viðbótarlán
2.      Fjármagn til viðbótarlána


Félagsmál
3.      Trúnaðarmál
 
Íþróttamál
4.      Tilnefningar í vallarráð
5.      Tilnefningar áheyrnarfulltrúa
6.      Lögð fram til kynningar svarbréf íþróttahreyfingarinnar við bréfum íþróttafulltrúa, sbr. ákvarðanir á síðasta fundi nefndarinnar


Æskulýðs- og Tómstundamál
7.      Starfshópur til að fjalla um “Hús frítímans”
8.      Vinnuskóli Skagafjarðar
9.      Styrkir til æskulýðsmála
10.  Styrkir til félagsstarfs aldraðra
 
 
afgreiðslur:
  1. Samþykkt ein umsókn um viðbótarlán, sjá innritunarbók.
 
  1. Samþykkt að sækja um 18 millj. króna viðbótarheimild til úthlutunar viðbótarlána, vísað til byggðarráðs.
 
  1. Samþykktar 3 beiðnir í 3 málum. Auk þess greint frá félagsfærninámskeiði fyrir börn, sem Fjölskylduþjónustan hefur staðið fyrir undanfarnar vikur.
 
  1. Félags- og tómstundanefnd hefur borist bréf frá UMF Tindastóli þar sem Skúli Jónsson og Ásbjörn Karlsson eru tilnefndir í vallaráð og frá UMSS þar sem Haraldur Þór Jóhannsson, formaður, er tilnefndur. Auk þeirra skipa ráðið Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi og Viggó Jónsson, vallarstjóri. Íþróttafulltrúa falið að kalla ráðið saman hið fyrsta.
 
  1. Áheyrnarfulltrúar íþrótthreyfingarinnar á fundum félags- og tómstundanefndar hafa verið tilnefndir Páll Ragnarsson, frá UMF Tindastóli, og Haraldur Þ. Jóhannsson frá UMSS.
 
  1. Kynnt bréf þar sem fram kemur að íþróttahreyfingin hefur tilnefnt aðila til viðræðna varðandi framtíðarrekstur íþróttamannvirkjanna á Sauðárkróki. Lagt fram bréf UMSS, dags. 17.5.2004 þar sem fram kemur að bréf nefndarinnar varðandi styrkjamál hefur verið sent aðildarfélögunum.
 
  1. Starfshóp um “hús frítímans” skipa af hálfu nefndarinnar Ásdís Guðmundsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir; Guðmundur Márusson af hálfu Félags eldri borgara í Skagafirði, Ingileif Oddsdóttir af hálfu forvarnarhóps, Árdís Antonsdóttir frá Rauðakrossdeildinni, Bragi Kristbjörnsson frá Nemendafélagi FNV og frá félagsmiðstöðinni Friði, Aðalbjörg Hallmundsdóttir. Auk þeirra starfar María Björk  Ingvadóttur æskulýðs- og tómstundafulltrúi með hópnum og kallar hann saman.
 
  1. Greint frá undirbúningi Vinnuskóla Skagafjarðar.
    Félags- og tómstundanefnd samþykkir að laun verði samkvæmt eftirfarandi töflu. Í töflunni kemur einnig fram áætlaður hámarkstímafjöldi hvers unglings miðað við aldurshópa og tekjumöguleikar.
 
 
14 ára
15 ára 
16 ára
Tímar allt að
180
klst.
240
klst.
300
klst.
Taxti  
274
kr
309
kr
408
kr
Tekjumöguleikar
49.320
kr
74.160
kr
122.400
kr
Með orlofi
54.336
kr
81.702
kr
134.848
kr
 
 
 
 
 
 
 
  1. Samþykktir eftirfarandi styrkir vegna æskulýðsmála
Skagfirðingasveit v. Trölla
160.000
Skátafélagið Eilífsbúar
320.000
 
 
10.  Samþykkt eftirfarandi skipting styrkja til félagsstarfs aldraðra:
Félag eldri borgara í Skagafirði
 
250.000
Félagsstarf aldraðra Löngumýri
 
80.000
Félag eldri borgara Hofsósi
 
80.000
 
Samtals:
Kr. 410.000
 
           
                        Upplesið og staðfest rétt bókað.