Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

28. fundur 02. desember 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 28 – 02.12.03

 
 
            Ár 2003, þriðjudag 2. desember kl. 16:00, var haldinn fundur í  Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt, sem ritaði fundargerð, Elsa Jónsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og María Björk Ingvadóttir.
         
 
Dagskrá:
 
1.      Viðbótarlán vegna íbúðarkaupa
2.      Trúnaðarmál
3.      Aðstaða fyrir félags- og tómstundastarf allra aldurshópa
4.      Yfirlit yfir þróun húsaleigubóta og  áætlun fyrir 2004
5.      Þjónustubíll fatlaðra
6.      Heimsending matar fyrir aldraða og öryrkja
7.      Ferlimál fatlaðra – tillögu vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn
8.      Önnur mál
 
 
Afgreiðslur:
 
1.      Samþykkt tvö viðbótarlán, sjá innritunarbók
 
2.      Samþykkt eitt erindi í einu máli, sjá trúnaðarbók
 
3.      Lagt fram minnisblað frá æskulýðs- og tómstundafulltrúa varðandi umræður um tómstundahús.
 
4.      Lagt fram yfirlit félagsmálastjóra.
 
5.      Gerð grein fyrir væntanlegri þjónustuþörf varðandi akstursþjónustu fyrir fatlaða. Jafnframt ræddir kostir varðandi endurnýjun bílsins.
 
6.      Ákveðið að leita eftir tilboðum í heimsendingu matar.
 
7.      Félags- og tómstundanefnd fagnar framkominni tillögu og felur sviðsstjóra í samvinnu við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kanna hvernig best sé að standa að gerð slíkrar úttektar. Jafnframt skal haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðra í sveitarfélaginu.
 
8.      Önnur mál engin
 
 
Fundi slitið kl. 18:15