Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

19. fundur 02. júlí 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 19 – 02.07.2003

 
 
            Ár 2003, þriðjudaginn 2 júlí  kl. 1400, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir,  Rúnar Páll Hreinsson, Gunnar Sandholt, sviðsstjóri
 
DAGSKRÁ
 
Æskulýðs- og tómstundamál
1.      Vinnuskóli Skagafjarðar
Félagsmál
2.      Trúnaðarmál
3.      Félagsleg liðveisla
4.      Rekstrarstaða gjaldaliða um fötlunarmál, tillaga um endurskoðun áætlunar fyrir 2003  og drög að fjárhagsáætlun 2004 fyrir sömu gjaldaliði, sbr. samþykktir Byggðasamlags SSNV um málefni fatlaðra.
Íþróttamál
5.      Rekstrarstaða
6.      Samningar við Tindastól og Neista um rekstur íþróttamannvirkja
Húsnæðismál
7.      Úthlutanir
8.      Viðbótarlán

 

Afgreiðslur:
1.      María Björk Ingvadóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, mætti á fundinn og gerði grein fyrir upphafi Vinnuskólastarfsins.
2.      Hrafnhildur Guðjónsdóttir, gerði grein fyrir umsóknum. Afgreiðslur skráðar í trúnaðarbók.
3.      Dóra Heiða Halldórsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, mætti á fundinn og lagði fram minnisblað um stöðu og framkvæmd félagslegrar liðveislu.
Starfsmönnum falið að leggja fram drög að endurskoðuðum reglum um liðveislu.

4.      Félagsmálastjóri gerir grein fyrir rekstrarstöðu málefna fatlaðra. Endurskoða þarf þá gjaldaliði í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til samræmis við fjárhagsáætlun SSNV. Gjaldaliðir eru innan fjárhagsáætlunar SSNV.
5.      Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi, gerði grein fyrir rekstrarstöðu íþróttamála. Gjaldaliðir eru innan áætlunar.
6.      Félags- og tómstundanefnd samþykkir samningana
7.      Elsa Jónsdóttir kom á fundinn Samþykktar úthlutanir á 8 íbúðum, sjá innritunarbók
8.      Samþykkt 3 viðbótarlán, sjá innritunarbók
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10