Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

13. fundur 17. febrúar 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 13 – 17.02.2003

            Ár 2003, mánudaginn 17. febrúar kl. 1630, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
          Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir, sem ritaði fundargerð.
DAGSKRÁ:
    Félagsmál
        1.      Lögð fram umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
        2.      Trúnaðarmál.
        3.      Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2002.
   Húsnæðismál
        4.      Lögð fram drög að reglum um forgangsröðun við úthlutun félagslegra
                leiguíbúða ásamt upplýsingablaði með umsókn.
  
Önnur mál
  
    
5.      Þriggja ára áætlun fyrir gjaldaliði félagsmála, æskulýðs- og íþróttamála.

Afgreiðslur
1.        Samþykkt að veita eftirtalin leyfi til dagvistunar á einkaheimilum;
Margréti Viðarsdóttur, Kvistahlíð 13,  leyfi fyrir 3 börn, auk eigin barns, alls 4 börn.
Sif Káradóttur, Barmahlíð 23, leyfi fyrir 2 börnum auk eigin 3gja barna, alls 5 börn.

2.        Trúnaðarmál, sjá trúnaðarbók. Samþykkt að taka verklagsreglur um niðurgreiðslu sérfræðiviðtala  hjá geðlækni til skoðunar á næsta fundi.
3.        Frestað.
4.        Félagsmálastjóri kynnir drög að reglum um húsnæðismál.  Afgreiðslu frestað.
5.         
a)         Þriggja ára áætlun fyrir gjaldaliði félags-, æskulýðs- og íþróttamála rædd
        og samþykkt að vísa henni til Byggðaráðs.

b)         Lagt fram til kynningar bréf frá Steinullarverksmiðju þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu Tindastóls vegna styrkveitinga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45