Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

7. fundur 29. október 2002

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 7 – 29.10.2002

             Ár 2002, þriðjudaginn 29. október kl. 1600, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson íþr.- og æskulýðsfulltrúi og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð. 
DAGSKRÁ: 
Íþrótta- og æskulýðsmál
        1.    Bréf frá Umf. Tindastóli varðandi niðurfellingu á hluta skuldar knattspyrnudeildar
               og endurgreiðslu.
  
     2.      Málefni Geymslunnar
      
       
Húsnæðismál
  
     3.      Afgreiðsla viðbótarlána
  
    
  
     Félagsmál
  
     4.      Trúnaðarmál
  
     5.      Reglur niðurgreiðslu vegna ráðningar “au-pair”, sbr. niðurgreiðslu dagvistunar
              á einkaheimilum.

  
    
        Jafnréttismál

  
     6.      Endurskoðun jafnréttisáætlunar   Önnur mál 
AFGREIÐSLUR: 
 Íþrótta- og æskulýðsmál
   
1.  
Erindi dregið til baka.
   
2.  
Staðan kynnt varðandi stofnsamning við RKÍ.  Einnig kynnt ráðning starfsmanns
      fram að áramótum. 

Ómar Bragi Stefánsson víkur af fundi. 
 Húsnæðismál
Elsa Jónsdóttir, skrifstofustjóri mætir á fundinn.
   
3.  
Samþykkt að afgreiða tvö viðbótarlán, sjá innritunarbók. 
Elsa víkur af fundi. 
 Félagsmál
   
4.  
Trúnaðarmál – færð í trúnaðarbók
   
5.  
Félagsmálanefnd samþykkir að reglur um niðurgreiðslu dagvistunarkostnaðar
  
   á einkaheimilum verði rýmkaðar þannig að 6. grein reglnanna verði breytt og
      verði svohljóðandi:
        “6. gr.
      Félagsmálanefnd getur samþykkt frávik frá þessum reglum í einstökum tilvikum ef
      sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, t.d. þegar

·        foreldrar af sérstökum ástæðum óska eftir því að barn sé í gæslu hjá öðrum en dagmóður með starfsleyfi.  Nefndin getur synjað beiðni ef ætla má að slík ráðstöfun gangi í bága við hagsmuni barnsins.
·        foreldrar óska eftir undanþágu á grundvelli reglna um fjárhagsaðstoð.”
            Við afgreiðslu skv. fyrri punkti nýrrar 6. gr. skal stuðst við eftirfarandi leiðbeiningar
            ef foreldrar sækja um niðurgreiðslu vegna ráðningar au-pair starfsmanns:

“Ef barni stendur hvorki til boða leikskólapláss né pláss hjá dagmóður er félagsmálanefnd heimilt að veita styrk til niðurgreiðslu launakostnaðar “au-pair” starfsmanns, allt að upphæð er nemur niðurgreiðslu dagvistunar, sbr. 3. gr. að frádegnum kostnaði vegna fæðis.  Skilyrði fyrir slíkri heimild er að skipt sé við viðurkennd samtök varðandi ráðningu starfsmannsins og að hvorugt foreldra sé heimavinnandi.  Kostnaður er endurgreiddur eftir á þegar foreldri framvísar kvittun fyrir útlögðum launakostnaði.”
Nefndin samþykkir að vísa þessum breytingum til Byggðaráðs. 
Jafnréttismál
    6.   Farið yfir jafnréttisáætlun og einstakir liðir hennar ræddir. Ákveðið að endurskoða áætlunina, sbr. 10. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.  Nefndin beinir því til Byggðaráðs að tilnefndir verði fulltrúar frá hverri fastanefnd í starfshóp til endurskoðunar áætlunarinnar.  Jafnframt beinir nefndin því til sveitarstjóra að gætt verði ákvæða jafnréttisáætlunar við þá endurskoðun ráðningarkjara sem fyrirhuguð er hjá sveitarfélaginu.
Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn í Hafnarfirði 8. og 9. nóvember 2002 og samþykkir nefndin að þeir fulltrúar sem sjá sér fært að mæta, fari á fundinn. 
 Önnur mál
    7.   Umsókn um leyfi til daggæslu barna, Guðrún Olga Baldvinsdóttir, Raftahlíð 27, Sauðárkróki.  Umsóknin samþykkt.
    8.   Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna, Hulda Jónsdóttir, Víðigrund 3, Sauðárkróki.  Umsóknin samþykkt.  
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30