Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

6. fundur 01. október 2002

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 6 – 01.10.2002

             Ár 2002, þriðjudaginn 1. október kl. 1530, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson íþr.- og æskulýðsfulltrúi og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð. 
DAGSKRÁ: 
Íþrótta- og æskulýðsmál
1.     
Þáttaka unglinga úr Skagafirði í ráðstefnu SAMFÉS 4. – 6. október 2002
2.     
Samstarfsverkefni um forvarnir í Skagafirði – stofnsamningur Geymslunnar
3.     
Fjárhagsstaða skv. rekstraráætlun 
 Húsnæðismál
4.      Afgreiðslumál

Félagsmál

5.     
Trúnaðarmál
6.     
Bréf frá félagi eldri borgara Hofshrepps
7.     
Bréf um niðurgreiðslu vegna ráðningar “au-pair”, sbr. niðurgreiðslu dagvistunar
      á einkaheimilum.

8.     
Lagt fram bréf starfsmanna heimaþjónustu utan þéttbýlis í Skagafirði varðandi
      aksturspeninga

Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR: 
 Íþrótta- og æskulýðsmál
    1.   Umsókn um styrk að upphæð 150.000 kr. vegna þátttöku unglinga úr Skagafirði á landsmóti SAMFÉS í Kópavogi 4. – 6. október 2002.  Erindið samþykkt, allt að 150.000 kr.  Greiðist af gjaldalið 02-89-925-1. 
    2.   Stofnsamningur varðandi Geymsluna lagður fram til kynningar.
    3.   Ómar Bragi Stefánsson gerir frekari grein fyrir stöðu gjaldaliða í menningar-, íþrótta- og æskulýðsmálum, vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar. 
Ómar Bragi Stefánsson víkur af fundi. 
 Húsnæðismál
Elsa Jónsdóttir, skrifstofustjóri mætir á fundinn. 

    4.   Samþykkt að sótt verði um 20 milljóna króna heimild til viðbótarlána fyrir árið 2003, til varasjóðs viðbótarlána.
·        Samþykkt viðbótarlán, sjá innritunarbók.
·        Samþykkt að leysa inn íbúð að Víðigrund,  jafnframt samþykkt að leigja viðkomandi íbúðina áfram, sjá innritunarbók.
Elsa víkur af fundi. 
 Félagsmál
 
5.  
Trúnaðarmál – færð í trúnaðarbók
6.  
Lagt fram erindi frá félagi Eldri borgara á Hofsósi með svohljóðandi fylgiskjali:
Berst nú frá oss bænaskrá
beint á stjá með hraði
Okkar þrá er unnt að tjá
á einu smáu blaði.

·        Umsókn um 80.000 kr. styrk vegna ársins 2003, samþykkt að vísa því til gerðar fjárhagsáætlunar.
·        Sótt er um styrk vegna kostnaðar við endurhæfingarnámskeið.  Samþykktur 90.000 kr. styrkur til greiðslu ferðakostnaðar.
    7.   Endurupptaka.  Erindi um niðurgreiðslu vegna ráðningar “au-pair”, sbr. niðurgreiðslu dagvistunar á einkaheimilum.  Félagsmálanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum að útfæra nánari reglur um niðurgreiðslur.  Meðal annars verði tekið tilllit til þess að viðkomandi geti ekki nýtt sér leikskólapláss, að skipt sé við viðurkennd samtök varðandi ráðningu og að niðurgreiðsla verði sambærileg við niðurgreiðslu dagmæðragjalds.
    8.   Lagt fram til kynningar erindi starfsfólks heimaþjónustu utan þéttbýlis í Skagafirði varðandi aksturspeninga.  Samþykkt að vísa erindinu til sveitarstjóra.
 Önnur mál
    9.   Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu þar sem kynnt er námskeið um jafnréttisstarf sveitarfélaga.  Námskeiðið verður haldið á Sauðárkróki  þann 14. október nk. kl. 15-19 og er ætlað sveitarstjórnarfulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga. 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:05
                                                    Árdís Antonsdóttir, ritari.