Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

1. fundur 20. júní 2002

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 1 – 20.06.2002

             Ár 2002, fimmtudaginn 20. júní kl. 1500, kom nýkjörin Félags- og tómstundanefnd  saman til  fyrsta fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Ómar Bragi Stefánsson, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi .
 DAGSKRÁ:
      1.      Kosning formanns.
2.      Kosning varaformanns.
3.      Kosning ritara.
4.      Önnur mál

 AFGREIÐSLUR: 
1.                 1.      Fram kom tillaga um Ásdísi Guðmundsdóttur sem formann Félags- og
        tómstundanefndar.   Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Ásdís
        Guðmundsdóttir því rétt kjörin  formaður.     Sigurður Árnason sat hjá.
 
2.                  2.    Fram kom tillaga um Hörpu Kristinsdóttur sem varaformann Félags- og
       tómstundanefndar. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Harpa
       Kristinsdóttir því rétt kjörin  varaformaður.     Sigurður Árnason sat hjá
 
3.                  3.    Frestað var kjöri ritara. 
4.                  4.    Önnur mál.
        a) Lögð fram helstu lög og reglur er varða verkefni nefndarinnar á sviði félags-,
            jafnréttis- og húsnæðismála.
        b) Lagt fram erindi Ásmundar Pálmasonar og Ritu Didriksen varðandi niðurgreiðslu
            dagvistar barns á einkaheimili, tímabundið utan sveitarfélagsins. Afgreiðslu frestað.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:30