Fara í efni

Eyvindarstaðaheiði ehf.

10. júní 2020 kl. 13:00 í húsnæði KPMG á Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Valgerður Kjartansdóttir
  • Smári Borgarsson
  • Gunnar Valgarðsson
  • Sigþrúður Friðriksdóttir
  • Sigursteinn Bjarnason
  • Sigfús Ingi Sigfússon
  • Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG
Fundargerð ritaði: Sigursteinn Bjarnason

Valgerður Kjartansdóttir formaður félagsins setti fundinn og lagði til að Kristján Jónasson stýrði fundi en Sigursteinn Bjarnason ritaði fundargerð. Engar aðrar uppástungur komu fram og tóku þeir því næst til starfa.

Eftirfarandi dagskrá var lögð fram:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar félagsins 2019
  3. Tilnefning eigaraðila í stjórn
  4. Þóknun til stjórnar
  5. Kosning endurskoðanda
  6. Önnur mál.

Fundarstjóri Kristján Jónasson kannaði í upphafi lögmæti fundarins. Fulltrúar sveitarfélaganna, Sigfús Ingi Sigfússon fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og Sigursteinn Bjarnason fyrir Húnavatnshrepp framvísuðu umboði til að fara með athvæðisrétt sveitarfélaganna á fundinum.

  1. Skýrsla stjórnar. Valgerður fór yfir helstu verkefni félagsins sl. ár. Auk hefðbundins viðhalds á vegum og girðingum, var endurnýjaður kafli á veginum á Goðdalafjalli. Vegagerðin setti niður ristahlið á veginn í gegnum afréttargirðinguna á Mælifellsdal sl.sumar.. Fundarmenn voru sammála um að þar hefði vel tekist til. Einnig kostaði félagið upptöku girðingar á Eyvindarstaðaheiði. Þá var gerð breyting á eignasafni félagsins, eign þess í Stefni hlutabréfasjóði Arionbanka var seld, en keypt Ríkisskuldabréf í staðin.
  2. Ársreikningar. Kristján Jónasson fór ítarlega yfir ársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 2019. Helstu niðurstöður hans eru að gjöld umfram tekjur voru 4.730.646 kr og skýrast einkum af kostnaði við upptöku girðingar og endurnýjun á Goðdalafjallsvegi. Launagreiðslur og launatengd gjöld voru 499.887 kr. Eignir félagsins í árslok voru 53.321.256 kr., þar af handbært fé 30.687.041 kr. hlutafé nam 510.000 kr. en óráðstafað eigið fé var 34.698.858 kr. Nokkrar umræður urðu um reikninginn, einkum um hvernig bæri að ljúka skuldaskilum Upprekstararfélags Eyvindarstaðaheiðar við félagið en ljóst er að ákvörðun um það þarf að taka fljótlega. Skýrsla stjórnar og ársreikningur voru borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  3. Tilnefning í stjórn. Sigfús Ingi Sigfússon lagði til að Valgerður Kjartansdóttir, Smári Borgarsson og Gunnar Valgarðsson verði stjórnarmenn frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Sigursteinn Bjarnason lagði til að hann og Sigþrúður Friðriksdóttir verði fyrir Húnavatnshrepp. Tillögurnar bornar upp og samþykktar samhljóða.
  4. Þóknun til stjórnar. Fundarstjóri lagði fram tillögu um að áfram gildi þær reglur um greiðslu þóknunar og gilda hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um kaup og kjör fólks í nefndum og ráðum á þess vegum. Formaður og gjaldkeri fá auk þess 50% álag fyrir hvern setinn fund. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
  5. Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG var einróma endurkjörinn endurskoðandi félagsins.
  6. Rætt um ristahlið á heiðarveg ofan Fossa. Smára falið að ræða við Vegagerðina á Hvammstanga um það mál.

Samþykkt var að fundarritari fengi tóm til að ganga frá fundargerð síðar og senda hana fundarmönnum til formlegrar samþykktar.

Fleira ekki tekið fyrir og formaður þakkaði viðstöddum fundarsetu og sleit fundi.