Fara í efni

Eyvindarstaðaheiði ehf.

8. fundur 12. september 2018 kl. 20:30 Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Eyvindastaðarheiðar ehf., haldinn í Húnaveri 2. september 2018 kl: 20:30.

 Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Sigursteinn Bjarnason og Jakob Sigurjónsson.

 

 Dagskrá.

  1. Verkaskipting stjórnar.
  2. Blöndugirðing
  3. Bréf frá 4x4 klúbbnum
  4. Önnur mál

 

1.      Verkaskipting stjórnar.

Samþykkt samhljóða að Valgerður Kjartansdóttir verði áfram formaður, Sigursteinn Bjarnason gjaldkeri og Einar E. Einarsson ritari.

Undir þessum lið var einnig rætt um fyrirkomulag á greiðslu reikninga.  Ákveðið að semja við KPMG um framkvæmd en þeir hafa fyrir bókhald félagsins.  Allir reikningar sem þeir greiða skulu staðfestir af formanni áður en þeir greiðast.

Sigursteinn ætlar að taka saman fyrir næsta fund stöðuna á ávöxtun þeirra peninga sem félagið á.

 

2.      Blöndugirðing

Samþykkt að fá Óskar Guðmundsson á fund stjórnar og skoða möguleikana á að klára samning um rif á Blöndugirðingu samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

 

3.      Bréf frá 4x4 klúbbnum

Fyrir liggur bréf frá stjórn Skagafjarðardeildar 4x4  þar sem óskað er eftir að farið verði í úrbætur á veginum fram Goðdalafjall með sérstaka áherslu á kaflann sunnan Leirutjarnar en þar er vegurinn niðurgrafinn og með djúpum holum sem eru iðurlega fullar af vatni og drullu.

Lagt er til að Skagafjarðardeild 4x4 kanni hvort þeir gætu sótt um fjármagn á móti Eyvindastaðarheiði ehf., í þessa framkvæmd, t.d. með umsókn í Fjallvegasjóð.  Með sameiginlegu fjármagni væri hægt að gera öflugt áttak í viðhaldi þessa vegar árið 2019.

 

4.      Önnur mál.

Enginn

 

Fundi slitið kl: 22:30

 

Valgerður Kjartansdóttir (sign)

Sigursteinn Bjarnason  (sign)                                                              

Einar E. Einarsson (sign)

Smári Borgarsson (sign)                                                              

Jakob Sigurjónsson (sign)