Fara í efni

Eyvindarstaðaheiði ehf.

14. júní 2017 kl. 13:00 - 14:30 Sauðárkróki

Aðalfundur  Eyvindarstaðaheiði ehf.

 

Haldinn á skrifstofu KPMG Sauðárkróki 14. júní 2017 kl: 13:00

Mættir voru: Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson fyrir hönd stjórn Eyvindastaðarheiðar ehf og Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og Þorleifur Ingvarsson, oddviti Húnavatnshrepps.  Einnig sat fundinn Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur 2016
  3. Meðferð rekstarhagnaðar 2016
  4. Kosningar
  5. Þóknun til stjórnar
  6. Kosning endurskoðenda
  7. Önnur mál

 

Valgerður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Samþykkt samhljóða að Kristján Jónsson væri fundarstjóri og Einar E Einarsson, ritari. 

Kristján kannaði lögmæti fundarins sem var í lagi þar sem báðir fulltrúar sveitarfélaganna voru með umboð til að fara með atkvæðarétt sveitarfélaganna.

 

1.      Skýrsla stjórnar

Valgerður gerði grein fyrir þeim verkefnum sem unnið var að á síðasta ári í viðhaldi girðinga og vega.   Á síðustu árum hefur verið lagður meiri peningur í þessar framkvæmdir en í nokkur ár þar á undan og vonast stjórnin til að heldur dragi úr girðingaviðhaldi á næstu árum.  Annars voru störf stjórnar hefðbundinn.

2.      Ársreikningur 2016

Kristján Jónasson gerði ítarlega grein fyrir niðurstöðum ársreiknings 2016. Megin niðurstaðan er að tap varð af rekstri félagsins á árinu 2016 að fjárhæð 406 þús.kr. samkvæmt rekstarreikningi.  Eigið fé félagsins nam í árslok 38.630 þús. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af nemur hlutfé félagsins 510 þús. kr.

Kristján bar skýrslu stjórnar og ársreikning 2016 undir atkvæði og var hvoru tveggja samþykkt samhljóða.

3.      Meðferð rekstarniðurstöðu 2016

Samþykkt að flytja tap af rekstri félagsins á eigið fé.

4.      Þóknun til stjórnar

Samþykkt að áfram gildi sömu reglur og verið hafa um greiðslur til nefndarmanna hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.  Samkvæmt núgildandi skrá um nefndarlaun er nefndarformaður með 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund og nefndarmaður með 2% fyrir hvern setinn fund.

5.      Kosning stjórnar

Ekki eru tillögur frá fulltrúum sveitarfélaganna um breytingar á stjórn og er hún því óbreytt fram að næsta aðalfundi. 

Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar munu Valgerður Kjartansdóttir, Smári Borgarsson og Einar E. Einarsson sitja áfram í stjórn fyrir hönd Svf. Skagafjarðar og samkvæmt ákvörðun Húnavatnshrepps munu Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson verða áfram í stjórn fyrir hönd Húnavatnshrepps.  Enginn varastjórn er skipuð.

6.      Kosning endurskoðenda

Samþykkt samhljóða að kjósa Kristján Jónasson hjá KPMG sem endurskoðanda Eyvindastaðarheiðar ehf.

7.      Önnur mál

a)     Rætt um hugmynd og vangaveltur Matvælastofnunnar að gera línuna með Blöndu frá Blöndulóni að Seyðisá að virkri varnarlínu.  Ekki liggur fyrir endanleg afstaða Matvælastofnunnar í málinu en vonast er eftir niðurstöðu á allra næstu vikum.

b)     Rætt um skuldabréf sem Upprekstarfélag Eyvindastaðarheiðar stofnaði til gagnvart Eyvindastaðaheiði ehf.  Fyrir liggur samþykkt frá aðalfundi 2016 um tillögu sveitarfélaganna í því máli.  Ákveðið að Kristján Jónasson ásamt fulltrúum sveitarfélaganna finni dag seinnipart ágústmánuðar í umrætt ferðalag til að taka út og meta skálanna eins og ákveðið var að gera á aðalfundi 2016.  Mikilvægt er að taka með í þá ferð þá sem best þekkja til núverandi reksturs þeirra og sögu.

Fleira ekki á dagskrá og fundi slitið.

Fundi slitið 14:30 

Valgerður Kjartansdóttir (sign)

Smári Borgarsson (sign)

Einar E Einarsson (sign)

Jakob Sigurjónsson (sign)

Kristján Jónasson (sign)

Ásta Pálmadóttir (sign)

Þorleifur Ingvarsson (sign)

Tryggvi Jónsson (sign)